Þegar ég sótti Lilju Rós á leikskólann á miðvikudaginn þá fór hún að spyrja mig hvenær "sýkingadagurinn" væri. Eins og þið getið flest ímyndað ykkur þá gat ég EKKI svarað þessu. En hún hélt fast við þetta og sagðist meira að segja vera búin að búa til "sýkingakórónu".
Ég sagðist ekki vita hvað þetta væri, en ég veit það núna...........
8 comments:
Halló, halló.Þar sem að þú svarar ekki spurningunnin á msn þá ætla ég að giska á að LR hafi verið að spyrja um sýningardag... hljómar það eins og eitthvað líklegt? Kv Gunna.
Nei, það er ekki sýningardagur.
ég giska á þorrablót ... sýktur matur :o)
kórónan er einhvers konar þorrahattur ...
er þetta bóndadagur? eða víkingadagur? hmm
Víkingakóróna:-) eða??
ha ha ha var ad lesa óvedra faersluna thína og sé thig alveg fyrir mér :) hlakka til ad fá ad vita hvad sýkingardagur er!
Þið eruð alltof gáfaðar, ég hélt að engin myndi fatta þetta.
Barnið var sem sagt að tala um víkingadag og víkingakórónu því að það var þorramatur á boðstólnum á leikskólanum í síðustu viku.
Fattaði strax hvað hún átti við LOL
;-)))
Kv Íris
Post a Comment