Friday, March 07, 2008

.....

Dóttir mín er mikið að spá í dauðann þessar vikurnar. Hvers vegna, veit ég ekki, því engin sem við þekkjum hefur sagt skilið við þetta jarðlíf nýlega (sem betur fer).
Um daginn spurði hún mig upp úr þurru hvernig maður myndi drukkna, hvað myndi gerast.
Nokkrum dögum síðan kom ég að henni hágrátandi upp í rúmi og gat loksins dregið það upp úr henni að hún vildi að amma Sylvía myndi aldrei deyja. Því gat ég auðvitað ekki lofað en sagði henni að líklega yrði hún lengi í viðbót hjá okkur.
Áðan spurði hún mig hvort maður myndi deyja með tunguna út úr sér. Og oftar en ekki hefur hún sagt fólki frá langömmu og langafa sem eiga heima á Höfn en eru löngu "dauð". (Til að forðast allann misskilning þá eru þau sprelllifandi á Höfn).
Þetta er nú meiri pælingarnar hjá henni :)

En af okkur er annars allt gott að frétta, í dag er fyrsti í hlaupabólu hjá Jóhanni þannig að ég sé fram á þó nokkra inniveru næstu daga.
Annars er ég bara feginn að hann nældi sér í þetta því þá er þetta bara búið :)

3 comments:

Álfheiður said...

Þetta eru frábærar pælingar og um að gera að leyfa þeim að hugstorma og taka þátt í því.
Hlakka til að hitta spekúlantinn og ykkur hin á miðvikudag.

Anonymous said...

Hún heyrir, hlustar, og sér sjónvarp. Eðlilegar pælingar, og þitt að reyna að útskýra! Góða helgi mín kæra. Gulla

Ameríkufari segir fréttir said...

Svona pælingar gefa lífinu gildi:)
Knús á frænkuna.