Monday, March 10, 2008

Heima og letin bara eykst og eykst....

Í dag er fjórði dagur í bólu og Jóhann lítur bara ótrúlega vel út enn sem komið er.
Við skutluðum Lilju Rós í enn eitt afmælið áðan, vitlaust að gera í félagslífinu hjá henni, (amk miðað við mig ;))
Nú styttist í að Álfheiður systir kíki í kvöldmat til okkar, hún reyndar óskaði sérstaklega eftir því að fá mat sem ég bý ekki til, hmmmm hvernig á maður að túlka það :)
Annars er ekkert að frétta héðan, nema kannski jú að Lilja Rós getur ekki klætt sig sjálf í sokka því hún er með svo þunnar tær (hvað sem það nú þýðir)
Það svoleiðis vellur upp úr henni spekin þessa dagana.

9 comments:

Anonymous said...

En sá dónaskapur!! Eins og þú býrð nú til góðan mat ;)

sú "stærsta"

Anonymous said...

Þunnar tær! haha. Gulla

Anonymous said...

Þunnar tær! haha. Gulla

Álfheiður said...

Þú býrð sjálfsagt til góðan mat, ég held ég hafi barasta aldrei borðað mat sem þú hefur eldað sjálf ;o) öll í snittunum/brauðinu bara ...

Védís said...

Þú hefur oft borðað mat sem ég hef eldað, þú manst bara ekki eftir því. Sniff,sniff :)

Anonymous said...

Já ég kannast við það gullmolarnir sem koma frá þeim eru ófáir. Ég tók mig til og skrifa þá alltaf jafnóðum niður og svo les ég þá upp þegar hún fermist eða kannski giftist :-) vera soldið kvikindi hahahahah
Kveðja
Íris og co

Anonymous said...

Það sem vellur uppúr henni Lilju Rós það er alveg ótrúlegt.... fyndin er hún allavegana:-) Skemmtið ykkur vel systur í matarboðinu, hvort sem þú eldar eður ei....

Ameríkufari segir fréttir said...

ég hef borðað mat sem Védís eldaði og mér fannst hann góður og Védís, það er bannað að segja; ja´en það var nú bara .........., mér er alveg sama, hann var góður og ég dó ekki.
En þunnar tær? Hvernig líta þær út?

Anonymous said...

já var einmitt ad velta fyrir mér hvernig thunnar taer líta út...
Gaman ad heyra í ykkur systrum um matinn.... minnti mig svolítid á okkur systur :)