Friday, March 14, 2008

Pestabæli, próf og páskar

- Hlaupabólan er búin
- Lilja Rós er orðin lasin
- Tók próf í fjármálum í dag, og lofaði að ég myndi garga yfir bekkinn ef ég fengi átta (slepp pottþétt við það:))
- Þarf að mæta í skólann kl.8 í fyrramálið og taka þátt í kynningu um Landsvirkjun, ég ætla reyndar ekki að segja orð, það gæti liðið yfir mig :)
- Ég skilaði skattaframtalinu áðan og vona bara að bráðabirgðaútreikningur haldist
- Ég ætla að versla í páskamatinn um helgina (sluurp) og "skreyta" fyrir páskana

Hef ekki meira að segja í bili, ætla að horfa á "Bandið hans Bubba" og fara svo upp í rúm að horfa á NCIS. Keypti eina seríu á DVD um daginn og er forfallin, á orðið 3 seríur.

4 comments:

Ameríkufari segir fréttir said...

-Gott að hlaupabólan er búin
-ekki gott að LR sé orðin lasin. Góðan bata til hennar.
-Ég vona að þú sleppir ekki við að garga yfir bekkinn þinn (ég hef aldrei heyrt þig garga og vildi óska að ég gæti orðið fluga á vegg)
-Taktu með þér dýnu, settu hana bak við þig því þá geturðu fallið á dýnuna róleg ef þú þarft að segja eitthvað
-ég vona líka að bráðabirgðaútreikningurinn haldist
-ekki borða alla páksamatinn í einu því annars gætirðu fengið drullu.
-ég hef aðeins séð einn þátt af NCIS. Má ég því koma upp í rúm með þér?

Anonymous said...

Gangi þér ógó vel á morgun, tututu.
Við hittumst nokkrar á kaffi Nilsen á síðasta sunnud kvöld, mikið hlegið og hlegið og talað. Spurning hjá okkur var, hvenar eigum við að hittast?? Veistu hvernig eða hvort Sif og Björgvin hafa gert e-h.
Kveðja Lilja Björk

Anonymous said...

Hvað er NCIS? er það eitthvað sem ég gæti fallið fyrir?

Anonymous said...

Ég spyr að því sama og Heiðdís, hvað er NCIS?? Vona samt að þú fáir tækifæri til þess að öskra yfir bekkinn það er örugglega hrikalega fyndið og ekki skemmir fyrir að þá hefur þú fengið 8 á prófinu:-)
Góða helgi mín kæra...