Var að koma heim úr matarboði hjá tengdaforeldrum mínum í tilefni þess að hann tengdafaðir minn á afmæli í dag. Fengum ofsalega gott að borða og ég er gjörsamlega að springa.
Á morgun ætla svo þau að koma í mat til okkar og borða svínahamborgarhrygg.
Við fjölskyldan fórum rúmlega 10 í morgun að gefa öndunum brauð, ég var næstum dauð úr kulda en börnin skemmtu sér vel, Jóhann stóð fyrir framan svani sem voru stærri en hann og rétti þeim brauð og sagði ákafur "héddna, héddna". Lilja Rós sá hins vegar önd sem var með skakkan fót og vildi sko helst gefa henni af sínu brauði.
Á laugardag er svo fyrsta bíóferð frumburðarins, Jóhann fer til ömmu sinnar og afa en við Tommi ætlum að fara með dömuna á (vonandi) ágæta teiknimynd.
Í dag var svo ákveðið að ég fer með barn/börn á Höfn þann 4.apríl og Álfheiður systir ætlar að koma með sín börn, þar ætla ég að hitta hana Svanfríði frænku sem er þar nú stödd í heimsókn og að sjálfsögðu ætla ég að kíkja líka á ömmu og afa. Þetta verður án efa skemmtileg ferð, býst samt við að bílferðin verði minnst skemmtileg ;)
Hef ekki meira að segja í bili, ætla svo að reyna að setja inn myndir fljótlega.
Óska svo öllum gleðilegra páska.
1 comment:
Gledilega páska óska Ellen & Heidrún sem eru líka ad springa af kjötfarsbolluáti!!!
Post a Comment