Saturday, May 03, 2008

Hvað er í gangi.....ég bara spyr

Fyrir rúmlega ári síðan hrundi tölvan mín mér til mikillar mæðu, prófin voru að koma en allt reddaðist fyrir horn.
Hvað haldið þið að hafi gerst síðasta miðvikudag??
Nýja fína tölvan mín sem ég keypti í febrúar bilaði, skjárinn er ónýtur...........það á ekki af manni að ganga. Já ég veit að þetta er dauður hlutur og ég á að vera glöð að vera hress og blablabla, en það er ekki það sem ég hugsa núna. Og hana nú!!
Nú óska ég eftir samúðarkommentum :)

5 comments:

Álfheiður said...

full samúðar hérna megin ... en mín virkar fínt ;o)

Anonymous said...

Samhryggist þér innilega ;-)
KV
Íris

Anonymous said...

Sendi thér fullt af samúdarkvedjum frá Sverige!! (Mín virkar líka voda fínt... ;)

Ameríkufari segir fréttir said...

Ég skrifa þessar samúðarkveðjur á góða tölvu:)
Nei svona án gríns, þetta er óþolandi.

Anonymous said...

Ég vildi kvitta og senda þér samúðarkveðjur, endilega kíkja í heimsókn þegar þú átt leið í sveitina :)
Kv Daðey