Friday, July 18, 2008

"Ekkieiginmaðurinn" minn bauð mér út að borða í kvöld, semióvænt. Hann ætlaði að hafa þetta "surprise", en gat ekki þagað og sagði mér þetta í gær :)
Við fórum á Ítalíu og ég fékk mér hráskinku og melónu í forrétt, túnfisk í aðallrétt og svo Irish coffee í lokin. Allt saman mjög gott.
Á morgun er svo komið að brúðkaupinu sem við höfum bæði beðið eftir síðustu vikur, Tommi verður svaramaður og ég fæ að vera sætavísir í kirkjunni. Alltaf gaman að fá hlutverk ;), ég hlakka samt mest til að borða humarsúpuna og lambakjötið sem verður í boði um kvöldið. Furðulegt að ég sé ekki stærri en ég er, alltaf að borða eitthvað gott :)

5 comments:

Ameríkufari segir fréttir said...

Góða skemmtun í brúðkaupinu. Ég held þú verðir fín sem sætavísa:)

Anonymous said...

Hvernig bragðaðist svo maturinn á Ítalíu?
Og góða skemmtun í brúðkaupi

Elfa

Anonymous said...

Ég hefði nú ekki valið neitt af þessu sem þú fékkst þér á Ítalíu nema þá helst forréttinn:-) ha ha ha, ekki allir með sama smekkinn sem betur fer... En hefði verið til í lamb og humarsúpu... Vona að þú hafir skemmt þér vel í brúðkaupinu og setjir inn myndir svona við tækifæri...
Ta ta

Álfheiður said...

Jæja ... er ekki kominn tími á nýja færslu?

Anonymous said...

Ég segi það líka....