Við skelltum okkur út með hjólin og börnin um helgina, fórum þó ekki langt, bara hér fyrir utan húsið.
Jóhann er voðalega stoltur af bláa hjólinu sínu en líður þó mun betur á gamla þríhjólinu.
Þau fóru á leikskólann í morgun eftir fimm vikna frí og Lilja Rós gat varla beðið eftir að segja öllum frá lausu tönnunum sínum, já tönnunum í fleirtölu því það eru þrjár tennur lausar.
Ég sit hins vegar við tölvuna og er að prenta út á þriðja hundrað blaðsíðna glósur sem ég er búin að útbúa í sumar fyrir próf sem ég tek í ágúst.
(Já, Magnea ég ætla að reyna að lesa þetta allt saman ;))
4 comments:
Skemmtilegar myndir af hjólagörpunum. Ef ég þekki þig rétt þá gætirðu lesið fleiri bls en þessar tæplegu 300 þó svo ég óski þér þess ekki í sambandi við próf:)
Gangi ykkur vel að hjóla og lesa ;)
Flottar myndir af flottum krökkum :) alltaf gaman ad fara í ferdalög og naestum jafn gaman ad bída eftir ad komast.....
Mér þykir þú góð að lesa þetta allt !!! haha
Reyndar er ég komin með rúmlega 100bls af sama efni...hummmm
Post a Comment