Friday, August 22, 2008

Nú verða allir að vakna eldsnemma á sunnudagsmorguninn næsta, kveikja á sjónvörpum sínum og styðja íslenska handboltalandsliðið.
Ég horfði á leikinn í dag, ofandaði, gólaði, öskraði, klappað, hoppaði og tók til á tvöföldum hraða þegar stressið var sem mest ;)
Veit ekki hvernig ég verð þegar ég horfi á úrslitaleikinn, við erum með næturgest......má maður vekja þá svona snemma um helgar??...maður spyr sig!!

8 comments:

Álfheiður said...

Jahá, það má sko!

Anonymous said...

Alveg sammála! Allt er leyfilegt á svona stundu!!! c",)

Anonymous said...

Ég verð sko löngu vöknuð og byrjuð að reikna í Fjármálum!!
Ætli ég hafi nokkuð tíma kl 8 að að horfa á einhverja kalla henda bolta á milli sín, reikna frekar framvirka samninga á raungengi og diffra svo í restina!
Áfram Magnea!!

Anonymous said...

Þú rífur mömmu þína bara á lappir auðvitað, setur hana í landsliðsbúninginn og málar hana í framan:-) Það myndi ég allavegana gera.... ha ha ha
Áfram Ísland
p.s ég tek líka til í spenningnum... spurning hvort þeir ættu að vera með fleiri mót þá væri nú alltaf svo fínt hjá okkur Védda mín:-)

Ameríkufari segir fréttir said...

Ég ætla að vakna í nótt og horfa-vonandi næ ég bara á rúv og ef ekki þá vonandi sýnir cbs leikinn þó svo að ég sé hrædd um að usa körfubolti verði sýndur fram yfir leikinn okkar.

Anonymous said...

Áfram ísland!
p.s. endilega taktu mynd af mömmu þinni þegar þú ert búin að mála hana í framan.... hahaha

Anonymous said...

Það er gott að vita til þess að það voru fleiri en ég sem góluðu:D
Og já ég vaknaði til að horfa en hætti fljótlega þegar ég sá hvernig þetta var að fara. Taugarnar þoldu ekki meir!!!!
Spurning um að taka róandi á svona stundum!!!
Elfa

Anonymous said...

vid maettum mörg saman í morgunverd og horfdum svo saman á leikinn, vid vorum á adeins betri tíma en thid ;) Held sko med Elfu, ég hafdi heldur varla taugar í ad horfa.....

En silfur er frábaer árangur og fólk hérna trúir thessu varla :)