Saturday, September 20, 2008

Allt og ekkert....

Jæja þá er komið laugardagskvöld og ég sit fyrir framan tölvuna með hvítvínsglas við hliðina á mér.
Dagurinn í dag er búinn að vera ósköp notalegur, Lilja Rós söng ásamt öðrum 5 ára leikskólabörnum og Jóhanni á hátíð sem var í íþróttahúsinu okkar hér í Breiðholtinu. Jóhann átti ekkert að fá að vera með en hann hljóp á eftir systur sinni og ég bara leyfði honum það, og hann söng hástöfum með í íþróttaálfahúsinu eins og hann heldur að það heiti.
Svo var farið heim og ég bakaði skúffuköku og Lilja Rós fékk hana Kristrúnu vinkonu sína af leikskólanum í heimsókn, og Gunna og Jóhanna Guðrún mættu líka í kaffi. Mér finnst alltaf svo gaman að fá gesti, vildi helst hafa fullt hús hér alla daga :)
Álfheiður systir kom hér líka aðeins við í gær og hjálpaði Lilju Rós við að missa fyrstu tönnina, gott að eiga svona góða frænku ;)
Jóhann tilkynnti það svo við kvöldmatarborðið áðan að hann ætlaði að fara í súperman-búninginn sinn (sem eru náttföt) og fljúga fyrir utan eldhúsgluggann og ná í tönnina hennar Lilju Rósar því hún er víst á flugi þar fyrir utan, ekki vissi ég það. Ótrúlegt hvað þessum krökkum dettur í hug.
Svo stendur mér jafnvel til boða að fara til Hafnar 10.október og fara á eitthvert "Bítlashow" þar ásamt frændsystkinum mínum, mikið væri ég nú til í það, og ef einhver hefur nákvæmlega ekkert að gera þá helgina og vill ólmur passa börnin mín (því auðvitað er Tommi á vakt) þá endilega hringja, senda e-mail, kvitta hér, bara það sem ykkur hentar ;) Ég yrði mjög þakklát!!

5 comments:

Ameríkufari segir fréttir said...

ég vissi ekki um þessar fljúgandi tennur...ágætt að Jóhann sé með þetta á hreinu:)

Anonymous said...

Ekki hef ég heyrt um þessa bítlashowhelgi??

Elfa

Álfheiður said...

Bið að heilsa þeirri tannlausu ... og guttanum líka :o)

Anonymous said...

hér fljúga ekki tennurnar
"tann-álfakonan" kemur og tekur tönnina um nóttina og skilur aftir pening... (thad er eins gott ad gleyma thví ekki....
Hafdu thad gott og get thví midur ekki passad nema thú skellir theim til Gautaborgar :)

Anonymous said...

já auðvitað kvittar maður!! gaman að "heyra" í þér hehe Eva Kjerúlf