Friday, October 17, 2008

Hér er ég....

Alltof langt síðan ég skrifaði eitthvað hér inn, en aldrei þessu vant þá er bara búið að vera aðeins of mikið að gera hjá mér síðustu daga og vikur, og það mun haldast þannig fram að 19.desember en þá er ég komin í jólafrí. Ég fékk próftöflu í hendur í síðustu viku og hún er yndisleg, ég er í prófum 10.desember, og svo 17.,18, og 19.desember = YNDISLEGT

Annars erum við öll hress, og finnum ekki fyrir þessari svokallaðri kreppu í okkar daglega lífi, svona fyrir utan ýmsar vangaveltur.
Við erum búin að ákveða að vera hér í Reykjavík um jól og áramót (verðum að spara fyrir eyðsluna á næsta ári) þannig að öll matarboð og kaffiboð eru vel þegin, því ég veit ekkert "leiðinlegra" en að vera ALein yfir þessa hátíð.

Mér var svo boðið í sláturgerð um daginn en því miður þá komst ég ekki því ég var ein heima með krakkana það kvöldið, en vil hér með þakka Ásthildir enn og aftur fyrir að hugsa til mín, ekki oft sem manni býðst að taka þátt í svona. Finn það oftar og oftar hvað ég vildi að ég ætti fjölskyldu hér í bænum, sé fyrir mér sláturgerð, laufabrauðsgerð og margt, margt fleira. Þannig að nú er bara um að gera fyrir systur mínar að flytja í bæinn, :)

9 comments:

Anonymous said...

Ég vildi óska að mín fjölskylda væri líka í rvk.. eða ég fyrir austan.
EN gaman að heyra loksins frá þér :)

Anonymous said...

Við suður? Það er heilsusamlegra að búa á Egilsstöðum!!!
Elfa

Ameríkufari segir fréttir said...

Já ég tek undir Heiðdísi-gaman að heyra frá þér. Það er alveg satt, það vantar mikið þegar fjölskyldan er ekki hjá manni. Við íslensku vonandi hittumst í laufabrauðsgerð fyrir þessi jólin því það að hafa laufabrauð um jól finnst mér bara þurfa að vera.

Álfheiður said...

Já, þú vilt hafa okkur nær þér ... það er gaman að heyra. Ég vildi líka alveg vera nær þér (væmni lokið).
Þú veist að nærveru LR er óskað hér um jól af ákv. aðila ;o)

Anonymous said...

já thad er gott ad hafa fjölskylduna sína nálaegt sér, sérstaklega um jólin :) Kvedja frá jólaódu fraenkunni frá Sverige :)

Anonymous said...

Védda mín, skellum við okkur ekki bara í Laufabrauðsgerð saman, er nokkuð annað í stöðunni?? Svo bjóðum við hvor annarri í jólaboð til skiptis um jólin:-) ha ha ha
Við erum nú fjölskylda eða hvað??

Védís said...

Ég skal sko bjóða þér í jólaboð, ekki málið, nóg af lausum kvöldum hér. Hélt reyndar að þú ætlaðir norður ;)
Þá geturðu líka hitt nýjasta fjölskyldumeðliminn, þú munt sjálfsagt verða jafn hrifin og Álfheiður systir.

Anonymous said...

Hey... rakst inn á heimasíðuna þína.
Gaman að sjá þig hér í bloggheimum :)
kv
GUðbjörg Kr.

Álfheiður said...

Jæja ... hvað eru nú margir dagar síðan 17. október var? Mér finnst kominn tími á nýja færslu!