Tuesday, November 11, 2008

Það eru "allir" að kvarta yfir þessu kvarti í mér þannig að ég ætla að setja nýja færslu hér.
Ég ætla ekki að skrifa um kossageitina sem sonur minn fékk og þurfti þar af leiðandi að fara á pensilín og ég ætla heldur ekki að minnast á ælupestina sem bæði börnin fengu meðan þau voru í pössun hjá tengdamömmu og gerði það að verkum að ekkert varð úr því sem Tommi höfðum ætlað að gera meðan við værum barnlaus ;)

Ég ætla heldur ekki að minnast á að það er brjálað að gera í skólanum, verkefnin hrannast upp og það styttist stöðugt í prófin og ég verð stressaðri og stressaðri með hverjum deginum sem líður :S

Hins vegar má nefna að það er spennandi helgi framundan en þá verður Jóhann þriggja ára og við erum búin að bjóða góðu fólki í heimsókn og þetta verður án efa skemmtilegt. (já Heiðrún, það verður brauðterta í boði ;))

7 comments:

Álfheiður said...

geturðu sent mér sneið af brauðtertunni?

Védís said...

Nei, Heiðrún klárar hana alltaf hehe

Anonymous said...

Ég verð mætt 14.32 í afmælið (verður mér ekki örugglega hleypt inn?? he he)
The Brauðterta, here I come:-)

Anonymous said...

Gangi thér vel med allt saman fraenka og skemmtid ykkur vel í afmaeli :)

Anonymous said...

Ó hvað mig langar í brauðtertu :P nammi namm.

Elfa

Ameríkufari segir fréttir said...

Til hamingju með Jóhann..og til hamingju með afmælið Jóhann.
Tókst veislan ekki vel? Kláraðist brauðtertan?

Anonymous said...

Uss uss uss þú átt nú bara að kvarta ef þú vilt kvarta. Þetta er þín bloggsíða :)

kveðja
Guðbjörg Kr.