Nú bara verð ég að monta mig aðeins. Þetta þykir ábyggilega ekki mikið afrek á heimilum á borð við heimili systra minna en ég er líka löngu hætt að reyna að bera mig og mína húsmóðurhæfileika við þeirra.
Jóhann er búinn að vera lasinn síðan á fimmtudag og hvað gerði ég, jú ég bakaði smákökur fyrir jólin. Og af því að ég geri yfirleitt ekki hlutina með hangandi hendi þá er staðan sú núna að hér eru til sex tegundir af smákökum (heimabökuðum) og allar rosalega góðar að sjálfsögðu.
Á morgun tekur svo próflestur við, Tommi verður heima með drenginn, og ég er að hugsa um að taka með mér fullt af smákökum upp í skóla.
6 comments:
Nohh, þú ert bara komin fram úr mér, ég er bara búin með fjórar :o)
Ja hérna hér. Ég verð greinilega að drífa mig áfram því ég er bara búin með 3 sortir.
Elfa
Ég sagði það við þig í dag-dugleg! Ég væri meira en til í að koma í kaffi til þín.
mér finnst þú sko dugleg!
Kv. Ragnhildur
og ég er ekki byrjud, vid skreyttum thó keyptar piparkökur...
já og svo laufabraudid búid líka, thetta er allt ad koma!
jiii hvað mín er myndó!
Post a Comment