Saturday, December 13, 2008

Jæja, þá er eitt próf búið. Það var í frekar áhugaverðu fagi sem kallast Skattskil, og gekk svona "la,la". Þetta verður bara allt að koma í ljós. Mér finnst reyndar stundum eins og HÍ vilji að sem fæstir nái miðað við prófin sem lögð eru fyrir okkur. Þetta fimmta önnin mín við þennan skóla og ég held að það sé öruggt að segja að prófið sem ég tók á miðvikudaginn var eitt af þeim allra erfiðustu sem ég hef tekið við þennan skóla. Sem dæmi má nefna að ég byrja alltaf á því að renna yfir prófið í heild sinni til að róa mig niður ef ég skyldi nú ekki vera klár á fyrstu spurningunni, en OMG, þarna, þá bara fannst mér ég "skrolla" og "skrolla" og aldrei kom spurning sem ég var klár á. Ekki góð tilfinning, samt var ég búin að læra og læra. Ég veit að fólki fannst prófið almennt of langt og frekar erfitt (enda ég ekki sú klárasta sem gengur um gangana þarna) og var ég eiginlega bara fegin að heyra það.

Ég á ennþá þrjú próf eftir og mér til mikillar lukku þá eru þau eftirfarandi daga: 17., 18., og 19.desember. Bara gaman :)
Ég verð sum sé að læra næstu daga (kemur á óvart) nema á morgun, því Tommi er að vinna og þó ég hafi nú reynt að vorkenna mér á andlitsdoðrantinum þá hefur engin(n) boðist til að passa, merkilegt nokk!!

En jólin nálgast, og eins og hefur komið hér fram þá er ÉG búin að baka SEX smákökusortir (ég er ekkert montin, neinei), skreyta allt hér, kaupa í jólamatinn og við erum bara nánast tilbúin fyrir jólin. Jólatréð verður reyndar sett upp seinna, of snemma að mati heimasætunnar því hún vill að það verði ekki skreytt fyrr en á aðfangadag. Mamman er nú ekki alveg sammála því ;)

Haldið áfram öll að njóta aðventunar, mikið þætti mér nú samt gaman að vita hverjir eru að kíkja hingað inn.............er þetta alltaf bara sama fólkið.............eða eru einhverjir leynigestir????

10 comments:

Álfheiður said...

Ég flokkast seint undir leynigesti en kem oft við hjá þér.

Anonymous said...

ég kem vid á naestum hverjum degi....

Anonymous said...

Ég kíki næstum hvern dag. Kveðja frá Ernu sem var að senda það síðasta frá sér og er komin í jólafrí í skólanum. ´Verð bara að vinna næstu daga.

Anonymous said...

Er að kíkja núna
Elfa

Anonymous said...

Kvitt, kvitt. Ég er komin í jólfrí and loving it. Tutu í prófunum.
Kv Lilja Björk

Anonymous said...

Kikti núna
Gledileg jól
Ingibjörg móda

Anonymous said...

Gangi þér vel í prófunum.

Júliana

Anonymous said...

Ég er hérna, get ekki kvittað þegar ég stelst til að skoða í vinnunni því miður....
Man ekki eftir því að hafa verið beðin um að passa:-S
Kv. Heiðrún

Ameríkufari segir fréttir said...

Þessi tilfinning sem þú talar um er ömurleg...vonandi kemurðu vel út úr prófinu, ég hef fulla trú á þér:)
Ég mun gleðjast með þér þegar þú lýkur prófunum..hafðu það gott og gangi þér vel.

Anonymous said...

Ekki leynigestur, og gangi þér vel í prófunum. Kærust kveðja, Gulla