Jæja þá er komið að því, ég flýg ásamt Jóhanni og Lilju Rós austur á Egilsstaði á morgun. Tommi kemur svo síðar. Krakkarnir hlakka til að hitta fólkið og Jóhann segist vera búinn að útbúa tækifæri handa Álfheiði og Katrínu (hvað sem það nú þýðir).
Við erum búin að hafa það mjög gott yfir jólin, ég hef ekki farið úr húsi síðan á þorláksmessu en úr því verður bætt á eftir því við erum að fara í mat til verðandi tengdó.
Óska öllum áframhaldandi gleðilegra jóla, og farsældar á komandi ári :)
2 comments:
Góða ferð á morgun og hafið það sem best:-)
Hafið það gott fyrir austan!!
Post a Comment