Monday, January 19, 2009

"Borg óttans"

Af hverju er það svo í dag að fólk sem býr á landsbyggðinni getur ekki farið til Reykjavíkur, af hverju þarf það oft að nefna höfuðborgina okkar "Borg óttans"? Er fólkið svona hrætt við að fara úr sínu umhverfi? Er Reykjavík svona skelfileg?
Ég bý hér og er búin að gera það síðastliðin 14 ár og ég get ekki með nokkru móti skilið þetta, ég veit að sumir eru að grínast en mér finnst bara ansi margir vera farnir að nota þetta hugtak.
Ef það er svona skelfilegt að koma hingað, verið þá bara heima hjá ykkur hahaha.

Af börnunum er það helst að frétta að það yngra er allt í einu hætt með snuð, bleiu, vill ekki lengur sitja í barnastól, vill ekki nota plastdiska, vill ekki nota smábarnaglös og hermir ALLT eftir stóru systur sinni. Lilja Rós er hress að vanda, hún byrjaði í ballet á laugardaginn og var mjög ánægð í ballerínubúningnum sínum í fyrsta tímanum.

Annars er allt gott að frétta af okkur hjónleysunum, það styttist í stóra daginn og mjög líklega verð ég farin yfirum af stressi þá þannig að þið skemmtið ykkur bara án mín ;)

4 comments:

Álfheiður said...

Ég mæti óttalaus á föstudaginn kemur og svo aftur síðar. Ef þú verður ekki með þá verð ég ekki heldur.

Anonymous said...

Held að þetta eigi að vera fyndið, en er bara haLLó. Menn sem stækka óðfluga þurfa ekki að dunda sér með smábarnahluti, og ballerína í táskóm hljómar ekta Lilja Rós. Þú ferð ekkert yfir um af stressi mín kæra því þetta er fallegasti dagur lífsins, svo njóttu. Kv. Gulla frænka

Unknown said...

Ég hef alltaf skilið þetta hugtak svona öfugt eða þannig.. þ.e.a.s. að Reykjavík sé NOT borg óttans því hún er bara lítil og krúttleg...

hm... ég hef örugglega misskilið þetta gjörsamlega;o)

Ameríkufari segir fréttir said...

Borg óttanst-alltaf þótt þetta fyndið því miðað við stórborgir þá eru þetta öfugmæli þykir mér.
Ætlar Jóhann í ballett í líka:)