Þá er maður komin heim aftur eftir að hafa dvalið í góðu yfirlæti hjá Álfheiði systur á Eyjólfsstöðum. Börnin skemmtu sér vel, ég fékk góða hjálp við föndur, spiluðum bob(b) og pictionary og fleiri spil og hlógum mikið. Alveg eins og það á að vera.
Allar einkunnir eru komnar í hús, ég náði öllum prófunum en það má alltaf deila um hvort einkunnirnar hafi verið nógu háar :)
Skólinn hefst aftur 15.janúar en ég hef nóg að gera við að hanga í tölvunni, horfa á Bold, drekka kaffi og ýmislegt fleira.
3 comments:
Gleðilegt ár kæra fjölskylda og til hamingju með prófin
Til hamingju með prófin.
Júlíana
Ætlarðu að segja Gleðilegt ár lengi fram í janúar?
Eða bara fram yfir þorrablót?
Elfa
Post a Comment