Akkúrat núna er ég að velta því fyrir mér af hverju ég er í þessu námi.
Ég sat ásamt 2 öðrum í ca 6 klukkutíma á föstudaginn að slást við skilaverkefni, ekkert gekk.
Ég ákvað að vera duleg í dag og afþakka kvöldverðarboð (þau hin fóru) og sitja heima og reyna að skilja þetta, ekkert gekk.
Það er aldeilis fínt að vera búin að eyða um það bil 8 klukkutímum í þetta yndislega skilaverkefni og komast nákvæmlega EKKERT áleiðis.
Allur morgundagurinn fer líka í þetta því skiladagur er á þriðjudaginn. Ég er búin að fá pössun fyrir börnin til að geta eytt ÖLLUM deginum í þetta.....ARG og GARG.
Um 200 manns eru í þessum áfanga og allir sem ég hef hitt og spjallað við eru í sömu vandræðum og við.
Annað hvort erum við nemendurnir allir svona vitlausir eða verkefnið er alltof,alltof þungt. Ég kýs að velja það síðarnefnda.
4 comments:
Pottþétt of þungt!
Sammála Álfheiði. Gangi þér vel.
sammála theim ad ofan.....
Gangi þér vel í þessu öllu saman, öfunda þig EKKERT á þessu...
Kv. Heiðrún frænka
Post a Comment