Saturday, August 18, 2007

Hó,hó,hó

Menningarnótt(dagur) framundan og ég mun sitja í Odda að stúdera rekstrarhagfræði. Börnin fara í Latabæjarmaraþon í dag eins og mörg önnur börn með föður sínum og vonandi skemmta þau sér vel þar. Svo liggur leiðin til bestu tengdó í heimi (amk bestu sem ég á) því hún ætlar að taka þau í nótt, svo ég geti lært fram á kvöld og byrjað snemma í fyrramálið því Tommi er á næturvakt þessa dagana.
Rosalega verð ég fegin þegar þessu púsluspili líkur því mér hefur aldrei fundist gaman að púsla.

Annars eru bara allir hressir og ég er laus í hvað sem er milli 9-17 frá og með næsta fimmtudegi í rúmlega viku, ekki er það nú leiðinlegt.

5 comments:

Ameríkufari segir fréttir said...

Gangi þér vel að læra.

Anonymous said...

Ohhh, verst að missa af þér. Hefði svo gjarnan viljað hitta þig aðeins ... en það bíður bara betri tíma.
Kveðjur úr Grafarvoginum ...

Anonymous said...

Og talandi um pússluspil, èg er kanski eitthvad ad rugla núna en vorud thid ekki oft med alveg rosastór pússluspil inní stofu sem annad hvort mamma ykkar eda pabbi ja eda thid stelpurnar voru ad pússla??

Anonymous said...

Hæ hæ Védís mín, vonandi gekk þér vel í prófinu í dag. Við Anna fórum út að borða í gærkvöldi eins og þú kannski vissir. Verst að þú skyldir ekki komast, það er svo gaman að að hittast svona og blaðra um gamla og nýja tíma. Næst ætlar Anna að vera með lengri fyrirvara og tala þá kannski við Krissu líka, það yrði nú gaman.
Heyrumst sem fyrst, Kv Sif

Anonymous said...

Jæja þá er sumarfríið búið og spurning um að reyna að hittast???