Wednesday, August 29, 2007

Óskemmtilegir gestir

Í mestallan gærdag og í dag hef ég verið að berjast við óboðna gesti sem hafa hreiðrað um sig í hárinu á frumburðinum.
Þið sem til þekkið vitið að hún hefur talsvert hár á höfðinu og það tekur sinn tíma að þvo og kemba. Í gær makaði ég sérstakri hársápu í hárið á henni þrisvar sinnum og kembdi, (mér var ráðlagt að gera það tvisvar), og samt var líf í hárinu í morgun.
Þannig að í kvöld set ég eitthvert eitur í hárið á henni sem þarf að vera þar í 12 tíma og vonandi er ég þá búin að útrýma þessu.
Sonurinn er ennþá lúsalaus svo og ég og Tommi og vonandi helst það þannig.
Lilja Rós hins vegar stendur sig eins og hetja í allri kembingunni og kveinkar sér ekki einu sinni þó kamburinn rífi næstum og slíti hárið af stundum.

6 comments:

Ameríkufari segir fréttir said...

ohh! Lýs eiga að láta ungar dömur vera..vonandi nærðu þeim úr sem fyrst. Hún á samúð mína alla.

Álfheiður said...

en skemmtilegt!!!

Anonymous said...

En hræðilegt. Gangi þér vel að kemba. Þú átt alla mína samúð. Hef ekki þurft að ganga í gegnum þetta enn.... 7,9,13.....

Anonymous said...

ég held med Elfu... vonandi losnid thid vid thetta sem fyrst!!

Anonymous said...

Úpps Védís mín, láttu ekki helv.... komast upp með neitt múður. Haustið er gósentíð fyrir þessa óværu. Á meðan daman bregst vel við kambinum skaltu nota hann vel fram eftir vetri. Kv. úr Hólabrautinni

Anonymous said...

gangi þér vel það er bara vera þolinmóð elsku védís kveðja frá Sandi Sjabba