Ég var að heyra á Bylgjunni að New Kids on the Block eru að koma saman aftur. Svanfríður heyrirðu það?? Við vorum nú ekki lítið skotnar í þeim hérna um árið. Vorum sannfærðar um að þeir væru að horfa á okkur af plakötunum og svona, hihi.
Þeir eru víst búnir að opna vefsíðuna aftur og hvaðeina.
Eru ekki allir að missa sig úr spenningi núna....
Er stoltur Austfirðingur, gift Færeyingi og á tvö yndisleg börn sem sverja sig í báðar ættir (þó aðallega mína auðvitað:))
Monday, January 28, 2008
Saturday, January 26, 2008
Sýkingadagur
Þegar ég sótti Lilju Rós á leikskólann á miðvikudaginn þá fór hún að spyrja mig hvenær "sýkingadagurinn" væri. Eins og þið getið flest ímyndað ykkur þá gat ég EKKI svarað þessu. En hún hélt fast við þetta og sagðist meira að segja vera búin að búa til "sýkingakórónu".
Ég sagðist ekki vita hvað þetta væri, en ég veit það núna...........
Ég sagðist ekki vita hvað þetta væri, en ég veit það núna...........
Friday, January 25, 2008
Góð byrjun á deginum...
Dagurinn byrjaði að sjálfsögðu á því að koma börnunum á leikskólann, Jóhanni var nú ekki vel við haglélið sem þurfti endilega að lemja hann meðan hann var úti, en jafnaði sig nú fljótt.
Þar sem ég þurfti að mæta í tíma kl.08:20 þá dreif ég mig af stað frá leikskólanum um áttaleytið. Ferðin gekk ótrúlega vel miðað við skafrenning, og ég var bara 40 mínútur á leiðinni :)
Ég fann mér ágætis bílastæði sem var þó talsvert frá kennsluhúsinu þannig að ég barðist við rokið en komst að lokum inn í Odda úfin og rjóð í kinnum með þunga tölvutösku á annarri öxlinni og risavaxna bók í fanginu. Ég labbaði talsvert langan gang þar til ég kom að kennslustofunni, (þarna var klukkan um 08:40), þegar ég opna dyrnar inn í hana blasir við mér hálffull stofa af nemendum en enginn kennari. Ég fæ mér sæti en heyri svo fljótlega að kennarinn er staðsettur í Háskólabíói og er að kenna nokkrum þar. Einhver misskilningur á ferðinni þarna ;)
Ég ákvað að rölta í "góða veðrinu" yfir í Háskólabíó. Þessi gönguferð byrjaði svo sem ágætlega, ég rogaðist með farangurinn út úr Odda, framhjá Árnagarði, yfir Suðurgötuna þar sem ég fauk á einn skafl. Þá var ég komin á bílaplanið hjá Háskólabíói og gekk sú ferð með ágætum, en þá gerðist það......þegar ég var næstum komin að Háskólabíói þá þurfti ég fyrir það fyrsta að labba yfir ruðning til að komas upp á gangstétt, ég steig full bjartsýni upp á ruðningin í háhæluðu kuldaskónum mínum (stupid, I know), og bjóst við að sökkva upp að hnjám, en nei,nei, þetta var þá GLERharður ruðningur með svona líka fínu svelli þannig að ég rann á fullri ferð með hendurnar í allar áttir niður á gangstéttina. Náði samt sem betur fer að halda mér á fótunum. Næsta sem ég vissi var að það kom vindhviða og ég bókstaflega FAUK, en sem betur fer greip handrið mig.
Ég stóð í ca 10 sek. upp við handriðið og hugsaði með mér hvað í veröldinni ég ætti nú að gera, en þá kom þessi líka yndislegi samnemandi minn (maður um fimmtugt), rétti mér hendina og sagði, "á ég að hjálpa þér". Ég tók í höndina á honum, leið eins og ég væri fimm ára og hann leiddi mig inn.
Sem betur fer fékk ég far til baka yfir í Odda þegar þessari kennslustund lauk :)
Þar sem ég þurfti að mæta í tíma kl.08:20 þá dreif ég mig af stað frá leikskólanum um áttaleytið. Ferðin gekk ótrúlega vel miðað við skafrenning, og ég var bara 40 mínútur á leiðinni :)
Ég fann mér ágætis bílastæði sem var þó talsvert frá kennsluhúsinu þannig að ég barðist við rokið en komst að lokum inn í Odda úfin og rjóð í kinnum með þunga tölvutösku á annarri öxlinni og risavaxna bók í fanginu. Ég labbaði talsvert langan gang þar til ég kom að kennslustofunni, (þarna var klukkan um 08:40), þegar ég opna dyrnar inn í hana blasir við mér hálffull stofa af nemendum en enginn kennari. Ég fæ mér sæti en heyri svo fljótlega að kennarinn er staðsettur í Háskólabíói og er að kenna nokkrum þar. Einhver misskilningur á ferðinni þarna ;)
Ég ákvað að rölta í "góða veðrinu" yfir í Háskólabíó. Þessi gönguferð byrjaði svo sem ágætlega, ég rogaðist með farangurinn út úr Odda, framhjá Árnagarði, yfir Suðurgötuna þar sem ég fauk á einn skafl. Þá var ég komin á bílaplanið hjá Háskólabíói og gekk sú ferð með ágætum, en þá gerðist það......þegar ég var næstum komin að Háskólabíói þá þurfti ég fyrir það fyrsta að labba yfir ruðning til að komas upp á gangstétt, ég steig full bjartsýni upp á ruðningin í háhæluðu kuldaskónum mínum (stupid, I know), og bjóst við að sökkva upp að hnjám, en nei,nei, þetta var þá GLERharður ruðningur með svona líka fínu svelli þannig að ég rann á fullri ferð með hendurnar í allar áttir niður á gangstéttina. Náði samt sem betur fer að halda mér á fótunum. Næsta sem ég vissi var að það kom vindhviða og ég bókstaflega FAUK, en sem betur fer greip handrið mig.
Ég stóð í ca 10 sek. upp við handriðið og hugsaði með mér hvað í veröldinni ég ætti nú að gera, en þá kom þessi líka yndislegi samnemandi minn (maður um fimmtugt), rétti mér hendina og sagði, "á ég að hjálpa þér". Ég tók í höndina á honum, leið eins og ég væri fimm ára og hann leiddi mig inn.
Sem betur fer fékk ég far til baka yfir í Odda þegar þessari kennslustund lauk :)
Friday, January 18, 2008
Helgi framundan
Sá sjaldgæfi "hlutur" mun gerast um helgina að ég verð barnlaus í ca sólarhring (ef allt gengur upp). Hvað haldið þið að ég ætli að gera??
Tuesday, January 15, 2008
JIBBÝ
Jæja síðasta einkunnin kom LOKSINS í dag, hélt að hún myndi aldrei koma.
Niðurstaðan er sem sagt að ég náði öllum prófunum (sem voru reyndar bara fjögur), og er bara ánægð með það. Ein einkunnin verður reyndar vonandi löguð í haust því ég stefni að því að taka prófið aftur til að fá hærri einkunn.
En það er best að halda áfram að skrifa um lykilgetu fyrirtækja, svo ofsalega skemmtilegt ;)
Niðurstaðan er sem sagt að ég náði öllum prófunum (sem voru reyndar bara fjögur), og er bara ánægð með það. Ein einkunnin verður reyndar vonandi löguð í haust því ég stefni að því að taka prófið aftur til að fá hærri einkunn.
En það er best að halda áfram að skrifa um lykilgetu fyrirtækja, svo ofsalega skemmtilegt ;)
Friday, January 11, 2008
Fallegt fólk :)
Thursday, January 10, 2008
Saturday, January 05, 2008
MONTIMONT
Ég er nú ekki vön að koma með einkunnir hér inn, en nú bara verð ég. Fyrsta nían er komin í hús, MIKIÐ VAR!!
Þessi einkunn hækkaði meðaleinkunnina mína upp í svokallaða fyrstu einkunn, og það er bara frábært.
Svo er bara að bíða eftir næstu tölum sem koma vonandi fljótlega, ég þykist reyndar vita að þær tölur lækka meðaleinkunina mína en það verður bara að hafa það.
Þessi einkunn hækkaði meðaleinkunnina mína upp í svokallaða fyrstu einkunn, og það er bara frábært.
Svo er bara að bíða eftir næstu tölum sem koma vonandi fljótlega, ég þykist reyndar vita að þær tölur lækka meðaleinkunina mína en það verður bara að hafa það.
Saturday, December 29, 2007
Ég er ennþá fyrir austan, á Eyjólfsstöðum nánar tiltekið í góðu yfirlæti.
Hér er góður matur, gott jólaöl, og það sem skiptir mestu máli er að börnin una sér vel.
Tommi kom að kvöldi 22.des og fór aftur að morgni 26.des.
Á gamlárskvöld koma svo Elfa og fjölskylda hingað til okkar og við ætlum öll að borða saman og hafa það gaman.
Ég er orðin enn ákveðnari í því að þegar námið hjá mér er búið þá langar mig að flytja út á land, og vonandi taka allir vel í það í fjölskyldunni, þó ég efist nú reyndar um það ;)
Ég hef ennþá ekki ákveðið hvenær ég fer aftur suður eftir áramótin, og ég finn fyrir örlítilli hræðslu hjá Álfheiði og fjölskyldu um að ég verði hér að eilífu.
Ef ég blogga ekkert fyrir áramótin þá óska ég öllum gleðilegs nýs árs :)
Hér er góður matur, gott jólaöl, og það sem skiptir mestu máli er að börnin una sér vel.
Tommi kom að kvöldi 22.des og fór aftur að morgni 26.des.
Á gamlárskvöld koma svo Elfa og fjölskylda hingað til okkar og við ætlum öll að borða saman og hafa það gaman.
Ég er orðin enn ákveðnari í því að þegar námið hjá mér er búið þá langar mig að flytja út á land, og vonandi taka allir vel í það í fjölskyldunni, þó ég efist nú reyndar um það ;)
Ég hef ennþá ekki ákveðið hvenær ég fer aftur suður eftir áramótin, og ég finn fyrir örlítilli hræðslu hjá Álfheiði og fjölskyldu um að ég verði hér að eilífu.
Ef ég blogga ekkert fyrir áramótin þá óska ég öllum gleðilegs nýs árs :)
Wednesday, December 19, 2007
Jólin, jólin, jólin koma brátt
ÉG ER KOMIN Í JÓLAFRÍ :)
Fer austur með börnin á morgun, og mun örugglega ekki blogga fyrr en eftir áramót.
Óska öllum sem þetta lesa gleðilegra jóla og vona að allir hafi það gott yfir hátíðirnar.
Kveðja,
Jóla - Védís
Fer austur með börnin á morgun, og mun örugglega ekki blogga fyrr en eftir áramót.
Óska öllum sem þetta lesa gleðilegra jóla og vona að allir hafi það gott yfir hátíðirnar.
Kveðja,
Jóla - Védís
Saturday, December 15, 2007
Ný útgáfa
Ég er á hlöðunni að læra en ég bara varð að setja þetta hér inn.
Lilja Rós var að syngja fyrir mig í gær og svona hljómaði það:
Lilja Rós var að syngja fyrir mig í gær og svona hljómaði það:
Bráðum koma blessuð jólin
börnin fara að hlakka til.
Allir fá þá eitthvað fallegt,
í það minnsta kerti og SPIK
Það er ekki nokkur leið að fá hana til að viðurkenna það að það eigi að vera spil.
Svona syngjum við þetta á leikskólanum, var svarið sem ég fékk.
Friday, December 14, 2007
Fínn dagur í dag
Þetta er búin að vera fínn dagur í dag, þrátt fyrir rokið og rigninguna sem kom aðeins inn í stofu til mín.
Nú eru bara 6 dagar þangað til ég og krakkarnir fljúgum austur og við hlökkum bara til, og bara 5 dagar þangað til ég er komin í jólafrí til 7.janúar.
- Ég fékk fyrstu einkunnina mína í dag og er þokkalega ánægð með hana.
- Ég tók próf númer tvö í dag og það gekk ágætlega held ég.
- Í morgun "fauk" bíll á minn bíl, (fauk er innan gæsalappa því þetta var svo lítið tjón) alltaf gaman að því þegar maður þarf að fara að standa í þessu tryggingarveseni sem svona fylgir.
Nú eru bara 6 dagar þangað til ég og krakkarnir fljúgum austur og við hlökkum bara til, og bara 5 dagar þangað til ég er komin í jólafrí til 7.janúar.
Sunday, December 09, 2007
Í gær...
- tók ég próf í International Business
- fór ég með börnin í jólaklippingu
- keypti ég jólagjafir handa börnunum mínum
- fór ég á málverkasýningu hjá vinkonu minni, mikið voru það fallegar myndir
- fór ég á jólahlaðborð á Hótel Loftleiðum, rosalega góður matur og góð þjónusta
- fór ég að sofa fyrir miðnætti barnlaus og svaf til rúmlega átta í morgun :)
Í dag ætla ég að gera nákvæmlega ekkert sem tengist skólanum, bara þvo þvott, fara og versla (ekki veitir af því ég er núna að drekka kaffi með mjólk sem hleypur), og kannski vera örlítið meiri húsmóðir en ég er búin að vera í tæpar 2 vikur.
- fór ég með börnin í jólaklippingu
- keypti ég jólagjafir handa börnunum mínum
- fór ég á málverkasýningu hjá vinkonu minni, mikið voru það fallegar myndir
- fór ég á jólahlaðborð á Hótel Loftleiðum, rosalega góður matur og góð þjónusta
- fór ég að sofa fyrir miðnætti barnlaus og svaf til rúmlega átta í morgun :)
Í dag ætla ég að gera nákvæmlega ekkert sem tengist skólanum, bara þvo þvott, fara og versla (ekki veitir af því ég er núna að drekka kaffi með mjólk sem hleypur), og kannski vera örlítið meiri húsmóðir en ég er búin að vera í tæpar 2 vikur.
Saturday, December 08, 2007
Próf á eftir
Fyrsta prófið er eftir rúman klukkutíma og ég er svo stressuð akkúrat núna að ég gæti gubbað.
Alveg ótrúlegt hvað maður lætur þetta hafa áhrif á sig, ekki eins og himin og jörð farist þó fall verði raunin, annað eins hefur nú gerst.
En vonandi gengur þetta ágætlega og vonandi held ég öllu niðri :)
Alveg ótrúlegt hvað maður lætur þetta hafa áhrif á sig, ekki eins og himin og jörð farist þó fall verði raunin, annað eins hefur nú gerst.
En vonandi gengur þetta ágætlega og vonandi held ég öllu niðri :)
Saturday, December 01, 2007
Desember genginn í garð
Núna er ég búin að kaupa allar jólagjafir fyrir utan tvær sem verða keyptar á EGS og svo á ég eftir að finna gjafir handa börnunum mínum. Jólakortin eru komin í hús frá Hans Petersen og ég get sagt ykkur að það var lööööng leið fyrir blessuð kortin. Eitthvað af skrauti er komið upp og þrjú dagatöl fyrir börnin, ekki má nú minna vera.
Við Lilja Rós erum búnar að vera svakalega duglegar og föndra yfir 20 jólakort sem hún ætlar að setja í hólfin hjá þeim krökkum sem eru með henni á deild á leikskólanum, þetta er gert að hennar eigin ósk. Búið er að skreyta slatta af piparkökum bæði í Garðabæ og í Reykjavík, það er sko nóg að gera hjá okkur þessa dagana og bara gaman að því.
Ég reyni að læra eins og ég get miðað við aðstæður, það er nú eitthvað afskaplega takmarkað en ég verð víst bara að reyna að gera gott úr þeim tíma sem ég fæ. En ef einhvern langar óskaplega að taka að sér börn í desember þá er bara að taka upp símann og hringja :)
Við Lilja Rós erum búnar að vera svakalega duglegar og föndra yfir 20 jólakort sem hún ætlar að setja í hólfin hjá þeim krökkum sem eru með henni á deild á leikskólanum, þetta er gert að hennar eigin ósk. Búið er að skreyta slatta af piparkökum bæði í Garðabæ og í Reykjavík, það er sko nóg að gera hjá okkur þessa dagana og bara gaman að því.
Ég reyni að læra eins og ég get miðað við aðstæður, það er nú eitthvað afskaplega takmarkað en ég verð víst bara að reyna að gera gott úr þeim tíma sem ég fæ. En ef einhvern langar óskaplega að taka að sér börn í desember þá er bara að taka upp símann og hringja :)
Monday, November 26, 2007
Stökkperlur??
Þegar ég var komin langleiðina í skólann í morgun þá hringdi farsíminn minn, ég sá á skjánum að þetta var leikskólinn. Mín fyrsta hugsun var að nú væri annað hvort barnanna orðið lasið. En nei, nei í símanum var deildarstjórinn á deildinni hennar Lilju Rósar, daman hafði verið að perla og ein perlan hafði bara "lent" í annarri nösinni á henni, hún gat ekki náð henni og vildi endilega að ég færi með hana til læknis sem gæti náð þessu. Ég fékk að sjálfsögðu hláturskast í símann eins og góðri móður sæmir og datt í hug Madditt og Beta. Ég hringdi í Tomma þar sem hann var heima í vaktafríi og hann skaust á leikskólann með flísatöng, náði perlunni og fór svo aftur heim.
En Lilja Rós heldur sig alveg við það að perlan hafi bara lent í nefinu á henni, hún setti hana ekki þar, ó nei.
En Lilja Rós heldur sig alveg við það að perlan hafi bara lent í nefinu á henni, hún setti hana ekki þar, ó nei.
Tuesday, November 20, 2007
Jólin nálgast
Það er alveg ótrúlega stutt í jólin og í dag er nákvæmlega mánuður þangað til ég flýg heim með börnin. Þangað til sá dagur kemur er samt nóg að gera, það eru verkefnaskil, próf, og svo auðvitað reynir maður eins og hægt er að hafa aðventuna notalega fyrir Lilju Rós og Jóhann.
Reyndar sé ég ekki fram á að vera mikið heima frá 3.desember til 19.desember en hin þrjú hljóta að geta skapað notalega jólastemningu.
Annars hafa síðastliðnir dagar verið rólegir hjá okkur, ælupestin bankaði reyndar upp á í rúman sólarhring en það er vonandi búið og í gær og í dag hef ég verið að vakta hluta á drengnum sem er sunnar en höfuðuð til að athuga hvort gestir séu þar í heimsókn, (if you know what I mean).
Reyndar sé ég ekki fram á að vera mikið heima frá 3.desember til 19.desember en hin þrjú hljóta að geta skapað notalega jólastemningu.
Annars hafa síðastliðnir dagar verið rólegir hjá okkur, ælupestin bankaði reyndar upp á í rúman sólarhring en það er vonandi búið og í gær og í dag hef ég verið að vakta hluta á drengnum sem er sunnar en höfuðuð til að athuga hvort gestir séu þar í heimsókn, (if you know what I mean).
Thursday, November 15, 2007
Afmæli
Þá er litli gaurinn minn orðinn tveggja ára, rosalega líður tíminn hratt.
Hann hlustaði á afmælissöng í morgun og klappaði vel fyrir mér og Lilju Rós að honum loknum.
Hann hlustaði á afmælissöng í morgun og klappaði vel fyrir mér og Lilju Rós að honum loknum.
Saturday, November 10, 2007
Tæknin að stríða mér
Sjónvarpið okkar var að bila í dag í annað skiptið á hálfu ári, finnst ykkur það ekki mikil gæði? Tækið er ekki orðið tveggja ára gamalt þannig að það er ennþá í ábyrgð en ef þetta á að vera svona næstu árin þá er alveg eins gott að henda því næst þegar það bilar (s.s. í apríl) og kaupa nýtt. Kannski ágætt að það bilaði í dag því ég er búin að vera dugleg að taka til og þrífa, með útvarpið í gangi.
En það er best að fara að setja í nokkrar tertur svo engin fari svangur héðan á morgun :)
En það er best að fara að setja í nokkrar tertur svo engin fari svangur héðan á morgun :)
Friday, November 09, 2007
Afmæli
Hann á afmæli í dag,
hann á afmæli í dag,
hann á afmæli hann Tommi
hann á afmæli í dag.
Já eins og nokkrir aðrir í minni fjölskyldu þá á Tommi afmæli í dag. Svo á Jóhann afmæli eftir tæpa viku og afmælisveisla fyrir hann verður haldin 11.nóvember. Nóg að gera í þessum afmælishöldum, bara gaman að því.
Ég á núna að vera að læra, baka, vera í Bónus, ganga frá þvotti, þrífa en í staðinn þá ákvað ég að fá mér kaffi og setjast fyrir framan tölvuna.
hann á afmæli í dag,
hann á afmæli hann Tommi
hann á afmæli í dag.
Já eins og nokkrir aðrir í minni fjölskyldu þá á Tommi afmæli í dag. Svo á Jóhann afmæli eftir tæpa viku og afmælisveisla fyrir hann verður haldin 11.nóvember. Nóg að gera í þessum afmælishöldum, bara gaman að því.
Ég á núna að vera að læra, baka, vera í Bónus, ganga frá þvotti, þrífa en í staðinn þá ákvað ég að fá mér kaffi og setjast fyrir framan tölvuna.
Subscribe to:
Posts (Atom)