Enn einn sólardagurinn að baki. Veðrið í dag var alveg yndislegt og við erum svo heppin að bróðir Tomma og kona hans sem búa í Garðabæ, í húsi (að sjálfsögðu) með risastórum garði leyfa okkur að koma nánast þegar okkur hentar. Fínt fyrir mig að komast í sólbað og fínt fyrir krakkana að komast á gras þar sem þau geta bara hlaupið um.
Annars ætlaði ég að draga Tomma í útilegu um helgina en hann tilkynnti mér það áðan að hann nennti því ekki þannig að ég verð bara að bíta í það súra epli og það bíður bara betri tíma :)
Svo styttist bara í hálfbarnlausu hálfu helgina, ég tel niður í huganum.....
Er stoltur Austfirðingur, gift Færeyingi og á tvö yndisleg börn sem sverja sig í báðar ættir (þó aðallega mína auðvitað:))
Thursday, June 28, 2007
Tuesday, June 26, 2007
Brunarústir
Jæja þar kom að því að maður brann til kaldra kola. Sat örlítið of lengi í sólinni í dag og roðnaði nokkuð vel, en það jafnar sig og þá fær maður kannski á sig brúnan lit, hver veit.
En við erum komin aftur til Reykjavíkur eftir mjög góða ferð, og á döfinni er að minnsta kosti heimsókn á Akranes í einn eða tvo daga, heimsókn á Blönduós í 2-4 daga og svo fæ ég hálfbarnlausa hálfa helgi bráðum. Og vonandi getum við skellt okkur í eina góða útilegu í júlímánuði en það verður annars bara að koma í ljós.
Svo erum við hjónaleysin að fara að sigla saman á kajak hvað á hverju, það á bara eftir að kaupa galla handa mér og fá mig í blessaðan bátinn, það gæti tekið sinn tíma.
Annars hef ég nú ósköp lítið að segja núna, er ekki mikið fyrir einhverjar pælingar hér á netinu, hef þær bara í litla höfðinu mínu ;)
Ef einhvern langar á kaffihús eitthvert kvöldið, endilega bjalla í mig er til í allt (næstum allt) og barnapían er í fríi í vinnunni frá og með morgundeginum.....
En við erum komin aftur til Reykjavíkur eftir mjög góða ferð, og á döfinni er að minnsta kosti heimsókn á Akranes í einn eða tvo daga, heimsókn á Blönduós í 2-4 daga og svo fæ ég hálfbarnlausa hálfa helgi bráðum. Og vonandi getum við skellt okkur í eina góða útilegu í júlímánuði en það verður annars bara að koma í ljós.
Svo erum við hjónaleysin að fara að sigla saman á kajak hvað á hverju, það á bara eftir að kaupa galla handa mér og fá mig í blessaðan bátinn, það gæti tekið sinn tíma.
Annars hef ég nú ósköp lítið að segja núna, er ekki mikið fyrir einhverjar pælingar hér á netinu, hef þær bara í litla höfðinu mínu ;)
Ef einhvern langar á kaffihús eitthvert kvöldið, endilega bjalla í mig er til í allt (næstum allt) og barnapían er í fríi í vinnunni frá og með morgundeginum.....
Tuesday, June 19, 2007
Smá getraun
Hvað haldið þið að orðið "liðugt" þýði á færeysku þegar það kemur fyrir í sjónvarpsdagskrá?
Og svo borðaði ég "haf-hesta-unga" um daginn, hvað haldið þið að það sé?
Og svo borðaði ég "haf-hesta-unga" um daginn, hvað haldið þið að það sé?
Sunday, June 17, 2007
Hér er ég...
Jæja, komst á netið, loksins!! Annars er búið að vera mjög gott að hafa ekki nettengingu undanfarna daga, maður hefur BARA gott af því.
Þetta eru búnir að vera yndislegir dagar hér í Færeyjum, við erum búin að hitta margt gott fólk og borða mikið að góðum mat. Við vorum fyrstu 8 dagana í litla þorpinu Húsavík og það var bara yndislegt, krakkarnir hæstánægðir og foreldrarnir líka. Næst fórum við yfir á Suðurey og heimsóttum frænda Tomma og gistum tvær nætur hjá honum og nú erum við komin til Þórshafnar á Hótel Streym og verðum hér fram á miðvikudag en þá verður siglt til Íslands.
Lilja Rós hefur náð þeim áfanga að verða 4ra ára og takk takk þið sem munduð eftir þeim degi.
Hún fékk afmælisveislu á Egilsstöðum um daginn og svo tvær í Húsavík og hún var orðin alveg rugluð, skildi ekki alveg af hverju hún átti alltaf afmæli :)
Ætla að láta þetta gott heita í bili, ætla ekki að skrifa ferðasöguna í heild sinni hér inn, en skelli kannski inn myndum þegar ég er búin að læra á forritið sem fylgdi nýju vélinni.
Þetta eru búnir að vera yndislegir dagar hér í Færeyjum, við erum búin að hitta margt gott fólk og borða mikið að góðum mat. Við vorum fyrstu 8 dagana í litla þorpinu Húsavík og það var bara yndislegt, krakkarnir hæstánægðir og foreldrarnir líka. Næst fórum við yfir á Suðurey og heimsóttum frænda Tomma og gistum tvær nætur hjá honum og nú erum við komin til Þórshafnar á Hótel Streym og verðum hér fram á miðvikudag en þá verður siglt til Íslands.
Lilja Rós hefur náð þeim áfanga að verða 4ra ára og takk takk þið sem munduð eftir þeim degi.
Hún fékk afmælisveislu á Egilsstöðum um daginn og svo tvær í Húsavík og hún var orðin alveg rugluð, skildi ekki alveg af hverju hún átti alltaf afmæli :)
Ætla að láta þetta gott heita í bili, ætla ekki að skrifa ferðasöguna í heild sinni hér inn, en skelli kannski inn myndum þegar ég er búin að læra á forritið sem fylgdi nýju vélinni.
Friday, June 01, 2007
Góðir dagar
Síðustu dagar hafa verið feykigóðir, þeir hafa einkennst af:
- ágætu veðri (mætti nú alveg vera betra)
- góðum mat
- heimsókn í fjárhús
- afmælisveislu Lilju Rósar
- heimsókn á leikskóla þar sem mín börn tróðu í sig pönnukökum
- gönguferðum fram og til baka
- "sundferð" í heita pottinn hennar ömmu Sissu
Svo er Tommi að koma til okkar vonandi á morgun og aldrei að vita hvað okkur dettur í hug að gera þegar hann er mættur á svæðið.
- ágætu veðri (mætti nú alveg vera betra)
- góðum mat
- heimsókn í fjárhús
- afmælisveislu Lilju Rósar
- heimsókn á leikskóla þar sem mín börn tróðu í sig pönnukökum
- gönguferðum fram og til baka
- "sundferð" í heita pottinn hennar ömmu Sissu
Svo er Tommi að koma til okkar vonandi á morgun og aldrei að vita hvað okkur dettur í hug að gera þegar hann er mættur á svæðið.
Subscribe to:
Posts (Atom)