Sunday, June 17, 2007

Hér er ég...

Jæja, komst á netið, loksins!! Annars er búið að vera mjög gott að hafa ekki nettengingu undanfarna daga, maður hefur BARA gott af því.
Þetta eru búnir að vera yndislegir dagar hér í Færeyjum, við erum búin að hitta margt gott fólk og borða mikið að góðum mat. Við vorum fyrstu 8 dagana í litla þorpinu Húsavík og það var bara yndislegt, krakkarnir hæstánægðir og foreldrarnir líka. Næst fórum við yfir á Suðurey og heimsóttum frænda Tomma og gistum tvær nætur hjá honum og nú erum við komin til Þórshafnar á Hótel Streym og verðum hér fram á miðvikudag en þá verður siglt til Íslands.

Lilja Rós hefur náð þeim áfanga að verða 4ra ára og takk takk þið sem munduð eftir þeim degi.
Hún fékk afmælisveislu á Egilsstöðum um daginn og svo tvær í Húsavík og hún var orðin alveg rugluð, skildi ekki alveg af hverju hún átti alltaf afmæli :)

Ætla að láta þetta gott heita í bili, ætla ekki að skrifa ferðasöguna í heild sinni hér inn, en skelli kannski inn myndum þegar ég er búin að læra á forritið sem fylgdi nýju vélinni.

3 comments:

Ameríkufari segir fréttir said...

Gott að heyra að þið eigið góða daga í Færeyjum.
Mig langar að óska Lilju Rós til hamingju með afmælið og afsaka að hafa ekki skrifa hingað inn hamingjuóskir fyrr. Þó gleymdi ég ekki deginum.
Hugsaðu þér Védís, hún er orðin fjögurra ára. Það er alveg magnað hvað tíminn líður hratt.

Védís said...

Já Svanfríður tíminn líður hratt, fyrir rúmum fimm árum vorum við á humarhátíð,báðar barnlausar og ógiftar og það er ótrúlega stutt síðan ;)

Anonymous said...

Hæhæ gott að það er búið að vera gaman hjá ykkur.. Sjáumst hress og kát..!!!