Enn einn sólardagurinn að baki. Veðrið í dag var alveg yndislegt og við erum svo heppin að bróðir Tomma og kona hans sem búa í Garðabæ, í húsi (að sjálfsögðu) með risastórum garði leyfa okkur að koma nánast þegar okkur hentar. Fínt fyrir mig að komast í sólbað og fínt fyrir krakkana að komast á gras þar sem þau geta bara hlaupið um.
Annars ætlaði ég að draga Tomma í útilegu um helgina en hann tilkynnti mér það áðan að hann nennti því ekki þannig að ég verð bara að bíta í það súra epli og það bíður bara betri tíma :)
Svo styttist bara í hálfbarnlausu hálfu helgina, ég tel niður í huganum.....
No comments:
Post a Comment