Ég er í fagi í skólanum sem kallast Utanríkisverslun, fyrirlestrar í þessu ágæta fagi eru haldnir einu sinni í viku í 40 mín, þeir fara fram á ensku þó að kennarinn sé Íslendingur í húð og hár.
Svokallaðir umræðutímar eru haldnir í þessu ágæta fagi einu sinni í viku og þeir eru í 90 mín. Mér til mikillar gleði þá fara þeir líka fram á ensku, eða eins og kennarinn sagði "þegar búið er að loka dyrunum þá er enska eina tungumálið sem má tala".
Síðasta þriðjudag var fyrsti tíminn í þessu líka ágæta fagi, ég byrjaði að kvíða fyrir þessum tíma vikunni áður og kvíðinn bara jókst og jókst eftir því sem nær dróg. Svo rann tíminn upp, og okkur var tilkynnt að hver og einn ætti að standa upp og kynna sig og segja aðeins frá sjálfum sér, á ensku að sjálfsögðu.
Þarna var ég komin að því að fá hjartaáfall, taugaáfall og ég veit ekki hvað.
N.B. í þennan áfanga eru skráðir 180 nemendur og okkur er skipt í 2 hópa í umræðutíma þannig að það er ansi mikið af fólki í tímum þó auðvitað mæti aldrei allir.
Svo kom röðin að mér, ég stóð upp, horfði fyrir ofan hausana á öllum (passaði mig á að horfa ekki í augun á nokkrum manni), sagði nafnið mitt, hvaðan ég er, hvar ég hef starfað og hvert ég hef ferðast og ég LAUG!! Alveg óvart samt. Ég sagðist hafa ferðast til Mið-Evrópu og NOKKURRA LANDA Í ASÍU. Málið var nefnilega þannig að þegar ég var búin að segja Mið-Evrópa þá gat ég ekki með nokkru móti mun hvað hinar heimsálfurnar heita og sú fyrsta sem loksins poppaði í hugann var Asía en þangað hef ég aldrei komið ;)
Svona getur stressið farið með mann góðir hálsar og þetta þarf ég að gera í hverri einustu viku fram að áramótum, þ.e. tala á ensku fyrir framan fullt af fólki, ég skal reyna að ljúga ekki í hvert skipti.
12 comments:
hahaha...góð.
hahahahaha!! ég meina maður verður að bjarga sér. Er þaggi?
Hlakka til að sjá þig næstu helgi, vonandi lýgurðu minna þá...
kv. Heiðdís frænka
Hahahaha bara fyndið:) Þekki þetta samt vel því að ég get líka verið hræðilega stressuð og þá kemur allt viltaust út úr mér!!
Kveðja frá Þýskalandi
Margrét
ha ha ha, hló mig máttlausa, sá þig alveg fyrir mér sveitta undir höndunum með svitadropana lekandi niður ennið á þér....ha ha ha
Ekki öfunda ég þig, ég stama bara þegar ég á að tala fyrir framan margmenni, hvað þá á ensku!!!hrikalegt.... Þú ert hetja í mínum augum (þó þú hafir logið...)
Védís við rúlluðum þessu upp!!! hehe.. smá lygi það er allt í lagi...Asía...Evrópa ;) Þriðjudagar eiga eftir að vera skemmtilegustu dagarnir í vetur...beisikallí!! Hvað er annað en hægt að skemmta sér við það ;)
Sjáumst á mánudaginn...
hahahha flott hjá þér að redda þér bara útúr þessu..
Kveðja Daðey
Svona á að gera þetta!
Nú getur þú notað alla önnina og spunnið upp spennandi sögur um ævintýri og svaðilfarir um Asíu - tekur burt stressið að vera að tala enskuna að segja bara einhver hauga lygi í hverjum tíma hehe.
Heyrumst
Harpa
ha ha ha frábaert.....
sé thig alveg í anda :)
Kvedjur úr lúsahúsinu :)
Er líka lús hjá þér? Þeim fannst nefnilega svo gaman hér að þær komu aftur.
skal reyna ad skilja mínar eftir heima svo vid séum ekkert ad blanda theim saman :)
Spurning hvort að Ellen og Védís verði saman í herbergi í Ásgarði??? (+ lúsirnar...ha ha ha)
Post a Comment