- Börnin mín eru búin að sofa í sínum herbergjum í eina viku og hafa höndlað það bara nokkuð vel.
- Jóhann svaf í 13 tíma "straight" í nótt (og þeir sem til þekkja vita að það er heimsmet og vel það á þessu heimili)
- Tengdamamma á afmæli á morgun og ég óska henni til hamingju með það
- Hárin í eyrunum á okkur detta niður ef það er hávaði (samkvæmt Lilju Rós amk)
Það er greinilega mikil gúrkutíð hjá mér því að ég bara hef ekkert annað.
Skrifa meira þegar ég hef eitthvað að segja ;)
4 comments:
Endilega skrifaðu líka þegar þú hefur "ekkert" að segja. Mér finnst gaman að lesa það!!!
Það er í góðu lagi að skrifa líka þó að maður hafi ekki neitt merkilegt að segja... bloggið mitt er fullt af "engu að segja frá"
Hvernig gengur annars í skólanum?
kv Lena
Alltaf gaman ad lesa nýja faerslu:)
Auðvitað detta hárin í eyrunum niður við hávaða-vissirðu það ekki?
Post a Comment