Tuesday, October 02, 2007

Komin heim og orðin árinu eldri

Jæja þá er maður komin heim aftur. Þetta var fín ferð og mér heyrist að ömmur og afar hafi komist nokkuð vel frá síðustu fimm dögum.
Lilja Rós var hæstánægð að fá okkur heim, og hún sagðist hafa saknað mín mikið, eða þess sem jafngildir 10 puttum upp í loft, og pabba síns saknaði hún líka en ekki eins mikið en hann fékk 5 putta upp í loft.
Ég held að Jóhann hafi ekki fattað að hann hafi ekki séð okkur í næstum fimm daga, og tók bara á móti okkur eins og alla aðra daga.

Við höfðum það mjög gott úti, borðuðum góðan mat, sváfum vel (vorum ekki vakin ca 10 sinnum á nóttu), og sumir (nefnum engin nöfn) versluðu pinkupinkupons :)

Nú tekur svo daglega lífið við, og ég sit núna og er að reikna ávöxtunarkröfur og ýmislegt annað skemmtilegt.

6 comments:

Anonymous said...

Velkomin á klakann!

Ameríkufari segir fréttir said...

Gott að heyra að ferðin tókst vel...gott að sjá þig aftur.

Anonymous said...

Ég giska á að það hafi verið Tommi sem verslaði svona mikið:-) ha ha ha
Annars er ég hætt að REYNA að bjóða þér í heimsókn, þú verður greinilega bara að mæta óboðin, það virkar líklega best.... ha ha ha

Álfheiður said...

Velkomin heim ... sjáumst í dag!

Anonymous said...

Alltaf gott ad komast í smá barnlaust frí :)
//Ellen

Anonymous said...

Ávöxtunarkröfur....humm... Debet og kredet.... og vaxtarverkir!!! Gott að þið áttuð góða daga. Kveðja, Gulla