Þá er komið enn eitt laugardagskvöldið. Ég er nýtthætt að stúdera lögfræði, en þar las ég um samninga, loforð, ógildingar, formgalla og ýmislegt fleira skemmtilegt.
Ég er ein heima, (fyrir utan börnin að sjálfsögðu) og hef það bara ósköp notalegt, hlustandi á útvarp og hangi í tölvunni og nýt þess að gera nákvæmlega ekkert af viti.
Á morgun ætlum við Lilja Rós í sunnudagaskóla í Íslensku Kristskirkjunni sem er staðsett í Grafarvoginum. Í fyrra fór ég nefnilega með Lilju Rós nokkrum sinnum í ónefnda kirkju í Reykjavík og mér leist nú ekki á það skal ég segja ykkur. Alltof mikið af fólki (svo kirkjurækið fólk hér í borginni), lélegt skipulag og engin skipti sér af þeim börnum sem hlupu gólandi út um allt, hvorki foreldrar né umsjónarmenn sunnudagaskólans.
Þannig að nú ætla ég að prófa að fara í "litla" kirkju þar sem mér skilst að börnunum sé skipt upp í hópa eftir aldri. Ég kannast nú við þó nokkra í þessari kirkju og þetta er bara fínasta fólk þannig að ég hlakka mikið til.
Og svo ég víki nú að allt öðru, þá fékk ég próftöflu í hendur í vikunni og komst að því að ég er í síðasta prófinu þann 19.desember. Þar sem Herra Thomas er að vinna á jólunum (ég er ekki að grínast), þá er ég alvarlega að hugsa um að fara austur með börnin rétt fyrir jól og dvelja þar í nokkra daga. Ég hef nefnilega engan áhuga á að eyða jólunum alein (fyrir utan börnin) hér í Reykjavíkinni. Hér eru engin matarboð hvorki á jóladag né annan í jólum þannig að bókstaflega þá yrði ég alein þessa daga. Hver nennir því??
En nú er klukkan farin að ganga tólf og þar sem ég þarf mjög líklega að vakna um það bil fimm sinnum ef ekki oftar áður en klukkan slær 7 í fyrramálið þá er best að fara að drífa sig í bælið.
9 comments:
Hlakka til að heyra í tér eftir sunnudagaskóla!
Um að gera að drífa sig austur um jólin eins og þú talar um því það er ekkert leiðinlegra að vera ein á jólum eða án strúktúrs sem maður var sjálfur alinn upp við.
ég myndi líka fara austur um jólin!
Kv. Ragnhildur
Hlakka til að sjá þig um jólin.
Velkomin í afmæli!!!!
ekki spurning, skella sér austur um jólin!!
Já held það sé ekkert annað í stöðunni en að fara austur um jólin fyrst Mr. Thomas is working...
Hérna kemur formlegt boð í afmæli þann 03. nóvember (ekki alveg búið að ákveða tíma...)þar sem stóri strákurinn minn er að verða 4 ára:-)
Bið að heilsa í bili en kanski fer ég á rúntinn með fatahrúgu til þín um næstu helgi:-)
Geðveik síða hjá þér segi ég nú bara
Katrín
Farðu nú að blogga frænka....
Védís mín, farðu bara austur um jólin, en þessi bloggfærsla þín er orðin vikugömul!!!!Gulla Hestnes
Post a Comment