Það þarf nú lítið til að setja mig út af sporinu, og vinnuveitendum Tomma tekst að gera það núna rúmlega einu sinni í mánuði. Ég er farin að halda að hluti af þeirra starfslýsingu sé að búa til amk eitt nýtt vaktaplan í hverjum mánuði. Nú er búið að hringla enn einu sinni í vöktunum hjá "drengnum" þannig að núna er hann ekki á vakt um jól heldur um áramótin, og er á vakt nánast alla prófatörnina mína :(
En þar sem ég hef fulla trú á þessum mönnum og þeirra hæfileikum þá bíð ég spennt eftir næsta plani sem ætti samkvæmt mínum útreikningum að koma eftir tæpar 4 vikur.
En við hjónaleysin erum búin að ákveða að hvort sem hann verður að vinna um jól eða ekki þá fer ég austur með börnin og jafnvel hann líka um jól og ætla að hafa það rosagott þar.
Mér skilst að búið sé að skipta um hurðir BARA fyrir okkur og það verði bakaðar skonsur í hvert mál.
Annars er ekkert að frétta af okkar daglega lífi, Jóhann ræðir mikið um "sikka" og "sokka" (hvað haldið þið að það sé?), og Lilja Rós býður spennt eftir að hætta á leikskólanum svo hún geti gefið öllum krökkunum á deildinni ís eins og lög gera ráð fyrir þegar maður hefur skólagöngu. (N.B. það eru tæp 2 ár í það)
7 comments:
sikka og sokka já ... mér dettur einhvern veginn ekkert í hug akkúrat núna ...
en ég skal gera skonsur og jafnvel eitthvað fleira
Ekki ráð nema í tíma sé tekið...Skyldi drengurinn meina þykka sokka?.. og vaktaplanið hjá Tomma er asnalegt og hana nú. Gulla
Hundleidinlegt thegar er verid ad breyta "plönunum" svona :( Vonandi hafid thid thad gott!
Sverige-knús!
Ég veit alveg hvað sikki þýðir-það þýðir skiki. Jóhann er með hug byggingarmeistara og hugsar því um skika...og svo þarf að vera í sokkum þegar hús eru byggð. Ég skil hann vel, enda erum við skyld.
Er ég skrýtin ef það fyrsta sem mér datt í hug var Skrýtla og Skoppa? Allavega, langaði bara að kasta kveðju á þig héðan frá Kaupmannahöfn. Hafðu það gott :)
Sikkur = Fiskur
Sokkur = Froskur
ha ha ha ha, ég er búin að vera að velta mér uppúr þessu hvað þetta þýðir.... Jóhann töffari!!! Voða verður gaman hjá okkur næstu helgi, við erum bara alltaf að hittast núna:-)
Post a Comment