Tuesday, November 20, 2007

Jólin nálgast

Það er alveg ótrúlega stutt í jólin og í dag er nákvæmlega mánuður þangað til ég flýg heim með börnin. Þangað til sá dagur kemur er samt nóg að gera, það eru verkefnaskil, próf, og svo auðvitað reynir maður eins og hægt er að hafa aðventuna notalega fyrir Lilju Rós og Jóhann.
Reyndar sé ég ekki fram á að vera mikið heima frá 3.desember til 19.desember en hin þrjú hljóta að geta skapað notalega jólastemningu.

Annars hafa síðastliðnir dagar verið rólegir hjá okkur, ælupestin bankaði reyndar upp á í rúman sólarhring en það er vonandi búið og í gær og í dag hef ég verið að vakta hluta á drengnum sem er sunnar en höfuðuð til að athuga hvort gestir séu þar í heimsókn, (if you know what I mean).

9 comments:

Álfheiður said...

wúhú ... vonandi engir gestir suður frá :o) (you know what I mean)

Anonymous said...

sumir gestir eru ekki jafnvelkomnir og aðrir.....vonandi láta þeir ekki sjá sig.
kv.Gunna

Anonymous said...

Ó mæ god... þú og þínir gestir. Þið Ellen ættuð að stofna Lúsarklúbbinn mikla, ég vonast til að þurfa aldrei að fá aðgang í hann...

Védís said...

Heiðrún mín, ég er ekki að leita að lúsum núna ;)

Anonymous said...

I don´t know what you mean my dear!Hvað er í suðurátt frá haus drengsins? Gulla

Anonymous said...

Ohhh I know what you mean og gaeti alveg verid med í theim klubb líka....
name it and we have been there:)

Ameríkufari segir fréttir said...

Ég hef sjaldan eða aldrei upplifað útskýringar á mannslíkamanum í áttum...en mér finnst það góð lýsing.
Ég hef samt ekki hugmynd um hvað þú ert að tala.

Anonymous said...

Nú ef ekki lúsarklúbburinn þá vil ég fá útskýringu.....
See you Sunday:-)

Védís said...

Þetta voru líklega óþarfa áhyggjur hjá mér.
En sá líkamshluti sem er sunnar en höfuðið er afturendinn og þar hélt ég að hefðu hreiðrað um sig miður skemmtileg dýr.