Þegar ég var komin langleiðina í skólann í morgun þá hringdi farsíminn minn, ég sá á skjánum að þetta var leikskólinn. Mín fyrsta hugsun var að nú væri annað hvort barnanna orðið lasið. En nei, nei í símanum var deildarstjórinn á deildinni hennar Lilju Rósar, daman hafði verið að perla og ein perlan hafði bara "lent" í annarri nösinni á henni, hún gat ekki náð henni og vildi endilega að ég færi með hana til læknis sem gæti náð þessu. Ég fékk að sjálfsögðu hláturskast í símann eins og góðri móður sæmir og datt í hug Madditt og Beta. Ég hringdi í Tomma þar sem hann var heima í vaktafríi og hann skaust á leikskólann með flísatöng, náði perlunni og fór svo aftur heim.
En Lilja Rós heldur sig alveg við það að perlan hafi bara lent í nefinu á henni, hún setti hana ekki þar, ó nei.
6 comments:
hahahahahaha!!!
Ohhh, ég man þegar Katrín "lenti í því" að perla "lenti í" nefinu á henni. Það var ekki gaman að ná henni úr, öskrin í barninu voru þvílík.
hahahahaha:)
ha ha ha ha, ótrúlegt hvar þessar perlur getað endað....
Stökkmýs, stökkperlur, kannski eru þær til eftir allt saman! Þessi blessuð börn.. Kveðja í kotið. Gulla
ha ha ha mér datt fyrst í hug fleiri lýs......
Post a Comment