Friday, September 12, 2008

Jæja

Loksins nennti ég að setjast niður fyrir framan tölvuna og hlaða inn nokkrum myndum.


Hann er söngelskur þessa dagana hann sonur minn


Þessi mynd er tekin um verslunarmannahelgina þegar við fórum í útilegu

Þessi ágæti maður var að spila á hótelinu okkar í Minneapolis eitt kvöldið ásamt tveimur öðrum. Takið eftir hljóðfærinu sem hann spilar á :)


Við skelltum okkur á "State fair" (fylkishátíð) í St.Paul, það var ferlega gaman að upplifa það.

Það fengum við meðal annars krabbakökur, "corn-dogs" og bjór í plastglösum

Daginn sem við fórum var að hefjast ráðstefna repúblikana á hótelinu okkar og þessi ágæta skrúðganga sem innihélt margt skemmtilegt fór þar fram hjá. Framan á þessum bíl voru brúður af Bush og McCain.

Þessi héldu á merkilegu plaggi í tilefni dagsins

Annars er ósköp lítið af frétta héðan úr Breiðholtinu, lífið heldur áfram sinn vanagang. Skólinn er byrjaður hjá mér, tennur er ennþá að losna í Lilju Rós (engin dottin ennþá þó), Lilja Rós fékk gat á höfuðið um daginn og var frekar fúl yfir að það var "bara" límt, ekki saumað ;)

Svo fór ég austur á Höfn síðustu helgi með börnin að hitta móðurfjölskylduna mína frábæru, ég tók engar myndir en ef þið viljið sá myndir þá eru nokkrar á blogginu hjá Álfheiði systur (linkur er hér á síðunni).

Fleira er svo á döfinni næstu vikur og mánuði og þið munuð verða upplýst um það þegar nær dregur ;)

4 comments:

Ameríkufari segir fréttir said...

Gaman að sjá myndir og þá aðallega úr USA:) Og ekki verra fyrir ykkur að sjá flokksmenn McCain (uhumm). Vona að allir séu hressir og kátir. Heyrumst.

Álfheiður said...

Flottar myndir á síðunni minni ... og líka þinni :o)

Hvað ætli sé á döfinni??? Spennandi!!!

Anonymous said...

Nú vard ég forvitin.... hlakka til thess ad fá fleiri fréttir brádum :)
/Ellen

Anonymous said...

Er ég sú eina sem veit??? híhí hí