Hann er söngelskur þessa dagana hann sonur minn
Þessi ágæti maður var að spila á hótelinu okkar í Minneapolis eitt kvöldið ásamt tveimur öðrum. Takið eftir hljóðfærinu sem hann spilar á :)
Það fengum við meðal annars krabbakökur, "corn-dogs" og bjór í plastglösum
Daginn sem við fórum var að hefjast ráðstefna repúblikana á hótelinu okkar og þessi ágæta skrúðganga sem innihélt margt skemmtilegt fór þar fram hjá. Framan á þessum bíl voru brúður af Bush og McCain.
Þessi héldu á merkilegu plaggi í tilefni dagsins
Annars er ósköp lítið af frétta héðan úr Breiðholtinu, lífið heldur áfram sinn vanagang. Skólinn er byrjaður hjá mér, tennur er ennþá að losna í Lilju Rós (engin dottin ennþá þó), Lilja Rós fékk gat á höfuðið um daginn og var frekar fúl yfir að það var "bara" límt, ekki saumað ;)
Svo fór ég austur á Höfn síðustu helgi með börnin að hitta móðurfjölskylduna mína frábæru, ég tók engar myndir en ef þið viljið sá myndir þá eru nokkrar á blogginu hjá Álfheiði systur (linkur er hér á síðunni).
Fleira er svo á döfinni næstu vikur og mánuði og þið munuð verða upplýst um það þegar nær dregur ;)
4 comments:
Gaman að sjá myndir og þá aðallega úr USA:) Og ekki verra fyrir ykkur að sjá flokksmenn McCain (uhumm). Vona að allir séu hressir og kátir. Heyrumst.
Flottar myndir á síðunni minni ... og líka þinni :o)
Hvað ætli sé á döfinni??? Spennandi!!!
Nú vard ég forvitin.... hlakka til thess ad fá fleiri fréttir brádum :)
/Ellen
Er ég sú eina sem veit??? híhí hí
Post a Comment