Við erum kannski að fara að fjárfesta (eins og má sjá á fésinu), og ég er svo spennt og mér er nákvæmlega sama hversu gáfulegt öðrum finnst þetta. Við megum eyða okkar peningum eins og okkur sýnist, enda höfum við aldeilis unnið fyrir þeim (eða amk annað okkar ;))
Ef það er eitthvað sem mér leiðist þá eru það sterkar skoðanir annarra á fjárfestingunni, við erum aldeilis búin að hlusta á svoleiðis en látum það bara fara inn og út, inn og út, hahaha.
Þannig að hér eru bara þegin góðar og hlýlegar athugasemdir :)
Ef þær verða mjög hlýlegar þá er ykkur kannski boðið með í ferðalag á næstunni.
12 comments:
Hér kemur hlýleg athugasemd ... hlakka til að fá boðið!
Ég er mjög hlýleg. En ég veit ekkert um neitt, hvaða fjárfestingu ertu að tala um? Hún er örugglega frábær :) Hvert verður mér boðið í ferðalag? Erna
Veit það núna, Verður mér boðið í siglingu?? Erna
Bættu okkur Bróa í hópinn. En hver er fjárfestingin annars, er hún bara ekki góð? Kær kveðja í bæinn frá Hornafirði.
Fjárfestingin var skúta, en því miður þá var hún seld þegar Tommi hringdi í eigandann í gær.
Það hlýtur önnur að bjóðast fljótlega.
Þá verður þú skútukjellingin. Það hlýtur önnur að dúkka upp. Til lukku. Gulla
úlala.... vantar kokk á skútuna ;)
kv. Heiðdís
Ég gæti verið skemmtikraftur um borð. Verið með Bingó og allskonar uppákomur. Jiiiiiiii hvað ég hlakka til...
Erna
og ég líka, ég elska bingó.... rosalega verdur gaman hjá okkur öllum á skútunni :)
Ég skal vera aðstoðarmaður Ernu í bingóinu sem og öðrum skemmtilegum skemmtiatriðum sem við munum finna upp á:-)
Kv. Heiðrún frænka
Hvenæar leggjum við í hann? Erna
Vonandi kemur annað tækifæri fljótlega:)
Post a Comment