Nú ætti mamma að verða glöð ef hún sæi mig, mín er bara orðin ljóshærð að nýju. Og komst að því þegar ég borgaði nýju klippinguna og sjampóið að ég er komin í "millisíðan" flokk, nógu mikið borgaði ég :)
Skólinn byrjar á mánudaginn og ég bíð enn spennt eftir einkunnum, búin að kaupa nokkur kíló af bókum svo ég er tilbúin í slaginn.
Eftir tvær vikur er svo níræðisafmælið hans afa, og þá brunum við á Höfn í Hornafirði, og það styttist óðum í Kaupmannahöfn. Reyndar langar mig afskaplega mikið að fara til Egilsstaða 8.september í þrítugsafmælið hans Guðbjarts (ég er næstum viss um að hann er bara þrítugur), en það verður bara allt að koma í ljós þegar nær dregur.
Er stoltur Austfirðingur, gift Færeyingi og á tvö yndisleg börn sem sverja sig í báðar ættir (þó aðallega mína auðvitað:))
Friday, August 31, 2007
Wednesday, August 29, 2007
Óskemmtilegir gestir
Í mestallan gærdag og í dag hef ég verið að berjast við óboðna gesti sem hafa hreiðrað um sig í hárinu á frumburðinum.
Þið sem til þekkið vitið að hún hefur talsvert hár á höfðinu og það tekur sinn tíma að þvo og kemba. Í gær makaði ég sérstakri hársápu í hárið á henni þrisvar sinnum og kembdi, (mér var ráðlagt að gera það tvisvar), og samt var líf í hárinu í morgun.
Þannig að í kvöld set ég eitthvert eitur í hárið á henni sem þarf að vera þar í 12 tíma og vonandi er ég þá búin að útrýma þessu.
Sonurinn er ennþá lúsalaus svo og ég og Tommi og vonandi helst það þannig.
Lilja Rós hins vegar stendur sig eins og hetja í allri kembingunni og kveinkar sér ekki einu sinni þó kamburinn rífi næstum og slíti hárið af stundum.
Þið sem til þekkið vitið að hún hefur talsvert hár á höfðinu og það tekur sinn tíma að þvo og kemba. Í gær makaði ég sérstakri hársápu í hárið á henni þrisvar sinnum og kembdi, (mér var ráðlagt að gera það tvisvar), og samt var líf í hárinu í morgun.
Þannig að í kvöld set ég eitthvert eitur í hárið á henni sem þarf að vera þar í 12 tíma og vonandi er ég þá búin að útrýma þessu.
Sonurinn er ennþá lúsalaus svo og ég og Tommi og vonandi helst það þannig.
Lilja Rós hins vegar stendur sig eins og hetja í allri kembingunni og kveinkar sér ekki einu sinni þó kamburinn rífi næstum og slíti hárið af stundum.
Saturday, August 25, 2007
Lilja Rós tilkynnti mér það í gær að ein "fóstran" (já ég nota þetta orð) á leikskólanum væri krulluð í framan.
Í ljós kom eftir smástund að hún var að meina krumpuð í framan. Henni finnst þessi kona vera krumpuð, eins amma hennar og afi hennar hérna í Reykjavík.
Fleiri virðast ekki vera krullaðir í framan í hennar augum ;)
Í ljós kom eftir smástund að hún var að meina krumpuð í framan. Henni finnst þessi kona vera krumpuð, eins amma hennar og afi hennar hérna í Reykjavík.
Fleiri virðast ekki vera krullaðir í framan í hennar augum ;)
Friday, August 24, 2007
Védís og raftækin hennar
Ég hef þann einstaka hæfileika að í hvert skipti (mér finnst það amk) sem ég kaupi raftæki þá reynast þau gölluð þegar heim kemur. Að sjálfsögðu átti þetta líka við nýja fína ísskápinn sem ég fékk í hús í sumar. Hann bara kældi ekki, nema eftir að við stilltum frystinn á hæsta og kælinn líka þá fengum við nokkuð kalda mjólk.
Eftir rúman mánuð af þessu þá játaði ég mig sigraða og við hringdum og fengum nýtt eintak. Þar sem Tommi er frekar slæmur í baki þá sagði hann við þá í ónefndri verslun að það yrðu að koma tveir menn með ísskápinn því hann ætlaði ekki að bera þennan hlunk aftur upp á þriðju hæð. Ekkert mál "sagði" verslunin, en það fór nú samt svo að þrisvar sinnum kom einn burðarmaður og alltaf var hann sendur burtu því Tommi sagðist vilja fá tvo menn. Loksins komu tveir ágætisnáungar sem báru ísskápinn upp másandi og blásandi og þann gallaða niður.
Nýja tækið var tekið úr umbúðunum og þá kom í ljós að hann er aðeins beyglaður á annarri hliðinni, og eins og alþjóð veit eru raftæki oft seld útlitsgölluð með örlitlum afslætti þannig að við hringdum í ónefnda verslun og sögðumst ekki vera nógu ánægð með þetta. Það fór svo að við fáum 12.000 krónur endurgreiddar af upprunalegu kaupverði sem var rétt tæpar 65.000 íslenskar krónur.
Er það ekki bara ágætis endir á þessu veseni, það finnst okkur að minnsta kosti.
Eftir rúman mánuð af þessu þá játaði ég mig sigraða og við hringdum og fengum nýtt eintak. Þar sem Tommi er frekar slæmur í baki þá sagði hann við þá í ónefndri verslun að það yrðu að koma tveir menn með ísskápinn því hann ætlaði ekki að bera þennan hlunk aftur upp á þriðju hæð. Ekkert mál "sagði" verslunin, en það fór nú samt svo að þrisvar sinnum kom einn burðarmaður og alltaf var hann sendur burtu því Tommi sagðist vilja fá tvo menn. Loksins komu tveir ágætisnáungar sem báru ísskápinn upp másandi og blásandi og þann gallaða niður.
Nýja tækið var tekið úr umbúðunum og þá kom í ljós að hann er aðeins beyglaður á annarri hliðinni, og eins og alþjóð veit eru raftæki oft seld útlitsgölluð með örlitlum afslætti þannig að við hringdum í ónefnda verslun og sögðumst ekki vera nógu ánægð með þetta. Það fór svo að við fáum 12.000 krónur endurgreiddar af upprunalegu kaupverði sem var rétt tæpar 65.000 íslenskar krónur.
Er það ekki bara ágætis endir á þessu veseni, það finnst okkur að minnsta kosti.
Thursday, August 23, 2007
Ágúst/September
Jæja prófin búin. Skólinn, Höfn og Köben í næsta mánuði.
Næsta mál á dagskrá er að punga út einhverja tugi þúsunda í skólabækur. Alltaf gaman að eyða peningum, er það ekki?
Næsta mál á dagskrá er að punga út einhverja tugi þúsunda í skólabækur. Alltaf gaman að eyða peningum, er það ekki?
Saturday, August 18, 2007
Hó,hó,hó
Menningarnótt(dagur) framundan og ég mun sitja í Odda að stúdera rekstrarhagfræði. Börnin fara í Latabæjarmaraþon í dag eins og mörg önnur börn með föður sínum og vonandi skemmta þau sér vel þar. Svo liggur leiðin til bestu tengdó í heimi (amk bestu sem ég á) því hún ætlar að taka þau í nótt, svo ég geti lært fram á kvöld og byrjað snemma í fyrramálið því Tommi er á næturvakt þessa dagana.
Rosalega verð ég fegin þegar þessu púsluspili líkur því mér hefur aldrei fundist gaman að púsla.
Annars eru bara allir hressir og ég er laus í hvað sem er milli 9-17 frá og með næsta fimmtudegi í rúmlega viku, ekki er það nú leiðinlegt.
Rosalega verð ég fegin þegar þessu púsluspili líkur því mér hefur aldrei fundist gaman að púsla.
Annars eru bara allir hressir og ég er laus í hvað sem er milli 9-17 frá og með næsta fimmtudegi í rúmlega viku, ekki er það nú leiðinlegt.
Sunday, August 12, 2007
Hjálp
Jæja nú er staðan ekki góð :)
Tommi gaf mér nýjan gsm síma og þegar ég setti kortið í hann þá komst ég að því mér til mikillar mæðu að öll númer sem ég hef sett inn í hinn símann síðastu 2 árin eða svo voru ekki vistuð á kortið. Þannig að allir þeir sem hafa skipt um símanúmer síðustu 2 ár eða svo vinsamlega sendið mér sms eða e-mail með númerunum ykkar svo ég geti sett þau inn á nýja fína símann. (nú skal ég vista á kortið)
Vona að allir bregðist við hvort sem þeir eru búsettir erlendis eða á Íslandi.
Tommi gaf mér nýjan gsm síma og þegar ég setti kortið í hann þá komst ég að því mér til mikillar mæðu að öll númer sem ég hef sett inn í hinn símann síðastu 2 árin eða svo voru ekki vistuð á kortið. Þannig að allir þeir sem hafa skipt um símanúmer síðustu 2 ár eða svo vinsamlega sendið mér sms eða e-mail með númerunum ykkar svo ég geti sett þau inn á nýja fína símann. (nú skal ég vista á kortið)
Vona að allir bregðist við hvort sem þeir eru búsettir erlendis eða á Íslandi.
Wednesday, August 08, 2007
Ferðalag
Ég er að fara til útlanda bráðum, omg hvað ég hlakka til.
Fer með mínum ektamanni (Álfheiður, er þetta ekki rétt skrifað hjá mér?) og öðrum "hjónum".
Þetta verður nú bara stutt ferð en samt ferð og það er nóg til að gleðja mig.
Nú tekur við próflestur og próf og þegar það er búið þá get ég farið að dunda mér við að hlakka almennilega til.
Annað hef ég nú ekki að segja í bili, svo ég kveð að sinni :)
Fer með mínum ektamanni (Álfheiður, er þetta ekki rétt skrifað hjá mér?) og öðrum "hjónum".
Þetta verður nú bara stutt ferð en samt ferð og það er nóg til að gleðja mig.
Nú tekur við próflestur og próf og þegar það er búið þá get ég farið að dunda mér við að hlakka almennilega til.
Annað hef ég nú ekki að segja í bili, svo ég kveð að sinni :)
Friday, August 03, 2007
Allt að gerast
Já nú er sko allt að gerast hjá minni, mikill spenningur í gangi.
Kemur allt í ljós á næstu dögum.
Vona að allir eigi svo rólega helgi og engin fari sér nú að voða, amk. ekki ég, því ég verð ein heima með börn og buru.
See ya!!
Kemur allt í ljós á næstu dögum.
Vona að allir eigi svo rólega helgi og engin fari sér nú að voða, amk. ekki ég, því ég verð ein heima með börn og buru.
See ya!!
Monday, July 30, 2007
Allt í rólegheitunum
Jæja þá fer þessu rólegheita sumri að ljúka. Lilja Rós byrjuð aftur á leikskólanum eftir langt sumarfrí og Jóhann búin að vera í aðlögun í eina viku á sama leikskóla og gengur líka svona glimrandi vel. Hann er greinilega fegin að "losna" við mömmu sína og hitta börn, sérstaklega var hann glaður að fá skóflu og fötu í hönd og mokar nú af áfergju á hverjum degi.
Nú byrjar próflesturinn hjá mér af fullum krafti frá 8-5 á degi hverjum, og svona er ég nú dugleg fyrsta daginn, sit og blogga ;)
Svo er verið að plana utanlandsferð, allt ennþá mjög óljóst en ég er löngu farin af stað í huganum og nánast komin heim aftur með fulla poka af H&M fötum.
Það væru þá ég og Tommi sem myndum fara og jafnvel ein "hjón" með í för en þetta á allt eftir að koma í ljós. En mikið væri nú gaman ef af þessu yrði því mér finnst við alveg eiga skilið að komast tvö í burtu.
En það er best að fara að læra áður en samviskubitið fer með mig, vona að ég geti farið að setja inn myndir hvað á hverju.
Nú byrjar próflesturinn hjá mér af fullum krafti frá 8-5 á degi hverjum, og svona er ég nú dugleg fyrsta daginn, sit og blogga ;)
Svo er verið að plana utanlandsferð, allt ennþá mjög óljóst en ég er löngu farin af stað í huganum og nánast komin heim aftur með fulla poka af H&M fötum.
Það væru þá ég og Tommi sem myndum fara og jafnvel ein "hjón" með í för en þetta á allt eftir að koma í ljós. En mikið væri nú gaman ef af þessu yrði því mér finnst við alveg eiga skilið að komast tvö í burtu.
En það er best að fara að læra áður en samviskubitið fer með mig, vona að ég geti farið að setja inn myndir hvað á hverju.
Thursday, July 19, 2007
Yndislegt að....
--vera á Blönduósi, takk fyrir okkur Maja og Sighvatur (Jóhann er ennþá að leita að Tinna)
--koma heim aftur
--sjá nýja ísskápinn á sínum stað
--sjá þann gamla í Sorpu
--búið sé að laga lekann í þvottavélinni (sem búin er að standa yfir í tæp 2 ár, segið svo að ég sé óþolinmóð ;))
--geta sturtað niður aftur (klósettið var sko bilað)
--hafa getað eytt hálfu sumrinu með börnunum
--vera búin að vera svona dugleg að læra í sumar (Magnea og Hilla vita um hvað ég er að tala, já og Harpa kannski líka)
--vera til
Eru ekki allir sammála??
--koma heim aftur
--sjá nýja ísskápinn á sínum stað
--sjá þann gamla í Sorpu
--búið sé að laga lekann í þvottavélinni (sem búin er að standa yfir í tæp 2 ár, segið svo að ég sé óþolinmóð ;))
--geta sturtað niður aftur (klósettið var sko bilað)
--hafa getað eytt hálfu sumrinu með börnunum
--vera búin að vera svona dugleg að læra í sumar (Magnea og Hilla vita um hvað ég er að tala, já og Harpa kannski líka)
--vera til
Eru ekki allir sammála??
Monday, July 09, 2007
Endalaus þeytingur á manni ;)
Ég er farin á Blönduós, kem aftur eftir nokkra daga.
Hafið það öll gott!!
Hafið það öll gott!!
Thursday, July 05, 2007
"frí"
Barnlaus í kvöld, hálfbarnlaus annað kvöld og barnlaus á laugardagskvöldið. OHHHHH, þvílíkur munur gott fólk ;)
Sunday, July 01, 2007
Loksins...
Ég var að kaupa ísskáp í dag, en það mun vera fyrsti ísskápurinn sem er í eigu okkar Tomma.
Gripurinn kemur í hús á morgun og ég hlakka svo mikið til, sérstaklega hlakka ég til að losna við garminn sem við erum með.
Gripurinn kemur í hús á morgun og ég hlakka svo mikið til, sérstaklega hlakka ég til að losna við garminn sem við erum með.
Thursday, June 28, 2007
Gott að eiga góða að
Enn einn sólardagurinn að baki. Veðrið í dag var alveg yndislegt og við erum svo heppin að bróðir Tomma og kona hans sem búa í Garðabæ, í húsi (að sjálfsögðu) með risastórum garði leyfa okkur að koma nánast þegar okkur hentar. Fínt fyrir mig að komast í sólbað og fínt fyrir krakkana að komast á gras þar sem þau geta bara hlaupið um.
Annars ætlaði ég að draga Tomma í útilegu um helgina en hann tilkynnti mér það áðan að hann nennti því ekki þannig að ég verð bara að bíta í það súra epli og það bíður bara betri tíma :)
Svo styttist bara í hálfbarnlausu hálfu helgina, ég tel niður í huganum.....
Annars ætlaði ég að draga Tomma í útilegu um helgina en hann tilkynnti mér það áðan að hann nennti því ekki þannig að ég verð bara að bíta í það súra epli og það bíður bara betri tíma :)
Svo styttist bara í hálfbarnlausu hálfu helgina, ég tel niður í huganum.....
Tuesday, June 26, 2007
Brunarústir
Jæja þar kom að því að maður brann til kaldra kola. Sat örlítið of lengi í sólinni í dag og roðnaði nokkuð vel, en það jafnar sig og þá fær maður kannski á sig brúnan lit, hver veit.
En við erum komin aftur til Reykjavíkur eftir mjög góða ferð, og á döfinni er að minnsta kosti heimsókn á Akranes í einn eða tvo daga, heimsókn á Blönduós í 2-4 daga og svo fæ ég hálfbarnlausa hálfa helgi bráðum. Og vonandi getum við skellt okkur í eina góða útilegu í júlímánuði en það verður annars bara að koma í ljós.
Svo erum við hjónaleysin að fara að sigla saman á kajak hvað á hverju, það á bara eftir að kaupa galla handa mér og fá mig í blessaðan bátinn, það gæti tekið sinn tíma.
Annars hef ég nú ósköp lítið að segja núna, er ekki mikið fyrir einhverjar pælingar hér á netinu, hef þær bara í litla höfðinu mínu ;)
Ef einhvern langar á kaffihús eitthvert kvöldið, endilega bjalla í mig er til í allt (næstum allt) og barnapían er í fríi í vinnunni frá og með morgundeginum.....
En við erum komin aftur til Reykjavíkur eftir mjög góða ferð, og á döfinni er að minnsta kosti heimsókn á Akranes í einn eða tvo daga, heimsókn á Blönduós í 2-4 daga og svo fæ ég hálfbarnlausa hálfa helgi bráðum. Og vonandi getum við skellt okkur í eina góða útilegu í júlímánuði en það verður annars bara að koma í ljós.
Svo erum við hjónaleysin að fara að sigla saman á kajak hvað á hverju, það á bara eftir að kaupa galla handa mér og fá mig í blessaðan bátinn, það gæti tekið sinn tíma.
Annars hef ég nú ósköp lítið að segja núna, er ekki mikið fyrir einhverjar pælingar hér á netinu, hef þær bara í litla höfðinu mínu ;)
Ef einhvern langar á kaffihús eitthvert kvöldið, endilega bjalla í mig er til í allt (næstum allt) og barnapían er í fríi í vinnunni frá og með morgundeginum.....
Tuesday, June 19, 2007
Smá getraun
Hvað haldið þið að orðið "liðugt" þýði á færeysku þegar það kemur fyrir í sjónvarpsdagskrá?
Og svo borðaði ég "haf-hesta-unga" um daginn, hvað haldið þið að það sé?
Og svo borðaði ég "haf-hesta-unga" um daginn, hvað haldið þið að það sé?
Sunday, June 17, 2007
Hér er ég...
Jæja, komst á netið, loksins!! Annars er búið að vera mjög gott að hafa ekki nettengingu undanfarna daga, maður hefur BARA gott af því.
Þetta eru búnir að vera yndislegir dagar hér í Færeyjum, við erum búin að hitta margt gott fólk og borða mikið að góðum mat. Við vorum fyrstu 8 dagana í litla þorpinu Húsavík og það var bara yndislegt, krakkarnir hæstánægðir og foreldrarnir líka. Næst fórum við yfir á Suðurey og heimsóttum frænda Tomma og gistum tvær nætur hjá honum og nú erum við komin til Þórshafnar á Hótel Streym og verðum hér fram á miðvikudag en þá verður siglt til Íslands.
Lilja Rós hefur náð þeim áfanga að verða 4ra ára og takk takk þið sem munduð eftir þeim degi.
Hún fékk afmælisveislu á Egilsstöðum um daginn og svo tvær í Húsavík og hún var orðin alveg rugluð, skildi ekki alveg af hverju hún átti alltaf afmæli :)
Ætla að láta þetta gott heita í bili, ætla ekki að skrifa ferðasöguna í heild sinni hér inn, en skelli kannski inn myndum þegar ég er búin að læra á forritið sem fylgdi nýju vélinni.
Þetta eru búnir að vera yndislegir dagar hér í Færeyjum, við erum búin að hitta margt gott fólk og borða mikið að góðum mat. Við vorum fyrstu 8 dagana í litla þorpinu Húsavík og það var bara yndislegt, krakkarnir hæstánægðir og foreldrarnir líka. Næst fórum við yfir á Suðurey og heimsóttum frænda Tomma og gistum tvær nætur hjá honum og nú erum við komin til Þórshafnar á Hótel Streym og verðum hér fram á miðvikudag en þá verður siglt til Íslands.
Lilja Rós hefur náð þeim áfanga að verða 4ra ára og takk takk þið sem munduð eftir þeim degi.
Hún fékk afmælisveislu á Egilsstöðum um daginn og svo tvær í Húsavík og hún var orðin alveg rugluð, skildi ekki alveg af hverju hún átti alltaf afmæli :)
Ætla að láta þetta gott heita í bili, ætla ekki að skrifa ferðasöguna í heild sinni hér inn, en skelli kannski inn myndum þegar ég er búin að læra á forritið sem fylgdi nýju vélinni.
Friday, June 01, 2007
Góðir dagar
Síðustu dagar hafa verið feykigóðir, þeir hafa einkennst af:
- ágætu veðri (mætti nú alveg vera betra)
- góðum mat
- heimsókn í fjárhús
- afmælisveislu Lilju Rósar
- heimsókn á leikskóla þar sem mín börn tróðu í sig pönnukökum
- gönguferðum fram og til baka
- "sundferð" í heita pottinn hennar ömmu Sissu
Svo er Tommi að koma til okkar vonandi á morgun og aldrei að vita hvað okkur dettur í hug að gera þegar hann er mættur á svæðið.
- ágætu veðri (mætti nú alveg vera betra)
- góðum mat
- heimsókn í fjárhús
- afmælisveislu Lilju Rósar
- heimsókn á leikskóla þar sem mín börn tróðu í sig pönnukökum
- gönguferðum fram og til baka
- "sundferð" í heita pottinn hennar ömmu Sissu
Svo er Tommi að koma til okkar vonandi á morgun og aldrei að vita hvað okkur dettur í hug að gera þegar hann er mættur á svæðið.
Tuesday, May 22, 2007
Spenningur
Jæja nú er ég orðin virkilega spennt fyrir Færeyjaferð, og jú auðvitað líka Egilsstaðaferð.
Hlakka mest til að kynnast fólkinu hans Tomma sem ég hef aldrei hitt þó ég hafi nú verið í þessari fjölskyldu í rúmlega 11 ár.
Er búin að komast að því að það búa 81 í þorpinu sem við verðum í, það heitir Húsavík og er víst þorpið sem pabbi Tomma ólst upp í, ekki mamma hans eins og ég sagði um daginn. Eins ætlum við líka að gista 2 nætur í þorpi sem heitir Hvalba og er á annarri eyju en Húsavík en þar býr stjúpbróðir Sylvíu, svo eru það vonandi 4 nætur í "stórborginni" Þórshöfn :)
Ég flýg austur með börnin á fimmtudaginn og býst ekki við að blogga aftur fyrr en við komum heim aftur sem verður í lok júní, en kannski "finn" ég tölvu og skrifa nokkur orð.
Hlakka mest til að kynnast fólkinu hans Tomma sem ég hef aldrei hitt þó ég hafi nú verið í þessari fjölskyldu í rúmlega 11 ár.
Er búin að komast að því að það búa 81 í þorpinu sem við verðum í, það heitir Húsavík og er víst þorpið sem pabbi Tomma ólst upp í, ekki mamma hans eins og ég sagði um daginn. Eins ætlum við líka að gista 2 nætur í þorpi sem heitir Hvalba og er á annarri eyju en Húsavík en þar býr stjúpbróðir Sylvíu, svo eru það vonandi 4 nætur í "stórborginni" Þórshöfn :)
Ég flýg austur með börnin á fimmtudaginn og býst ekki við að blogga aftur fyrr en við komum heim aftur sem verður í lok júní, en kannski "finn" ég tölvu og skrifa nokkur orð.
Subscribe to:
Posts (Atom)