Monday, April 09, 2007

Yndislegir páskar




Góðan dag og gleðilega hátíð,
Þetta hafa verið fínir dagar undanfarið, og við höfum borðað páskaegg, gefið öndum brauð og týnt skeljar í fjörunni. Í dag á svo að heimsækja húsdýragarðinn ef hann hangir þurr. (ég er alltaf jafn jákvæð þegar kemur að veðrinu í Reykjavík ;) )
Vona að allir hafi átt góða daga eins og við.

5 comments:

Anonymous said...

ÞEtta eru skemmtilegar myndir og gott að þið hafið átt góða páska. Þá áttum við líka:)

Anonymous said...

ÞEtta eru skemmtilegar myndir og gott að þið hafið átt góða páska. Þá áttum við líka:)

Anonymous said...

Gledilega páska!

Anonymous said...

Flottar myndir, er Jóhann að öskra eða hlægja að öndunum?? ha ha ha
Við vorum að koma úr bústað og ég tók mér smá frí að taka uppúr töskunum og hlammaði mér niður fyrir framan tölvuna:-)
Bið að heilsa-Heidda

Anonymous said...

Hann er reyndar að hlægja að öndunum. Hann vildi helst vaða út í tjörnina til þeirra.