Friday, April 27, 2007

Törnin um það bil hálfnuð

Bara svona rétt að láta vita af mér.
Ég bý á Þjóðarbókhlöðunni sem staðsett er vestur í bæ, ágætis fæði þar og svona. Sef samt ennþá í Breiðholtinu en hver veit, kannski fer ég bara að sofa í bílnum :)

Tvö próf búin og þrjú eftir, samt eiginlega þrjú búin því í morgun var eitt tvískipt próf sem var í fjóra klukkutíma. (eitt í tvo og svo annað í aðra tvo)

Er núna að fara á leikskólann til Lilju Rósar en það er opið hús í dag, boðið upp á kaffi og góðgæti og öll verk barnanna eru til sýnis, alltaf gaman að þessum degi.
Svo er tiltektardagur hjá blokkinni á morgun hér á svæðinu fyrir utan og að sjálfsögðu vona ég að það verði nú ekki rok og rigning en maður veit aldrei hér í bænum.
Afmæli á sunnudag - það er bara brjálað að gera.

Næsta próf á miðvikudag í næstu viku þannig að lærdómur hefst strax í kvöld.

Þangað til næst.....

4 comments:

Anonymous said...

Ég vona bara (og veit) að þér muni ganga vel í prófunum.

Anonymous said...

þú ert svo dugleg...en ferðu ekki alveg á hausinn að lifa á fæðinu á hlöðunni...ekki það ódýrasta!

Gangi þér vel.

Ragnhildur

Anonymous said...

Gangi þér vel í prófunum sem eftir er, spurning um að reyna að hittast frænkurnar með óargardýrin okkar þegar törnin hjá þér er búin:-)
Knús Heidda

Anonymous said...

Gangi þér sem allra best, veit að þú rúllar þessu upp.
Kveðja Lovísa D