Wednesday, May 16, 2007

Allt að skella á

Ég fattaði það í dag mér til mikillar "skelfingar" að ég er að fara austur í næstu vikur og kem ekki aftur heim til mín fyrr en eftir rúmar 4 vikur.
Fékk svona nett áfall þegar ég sá hvað ég á mikið ógert fyrir brottför, fá vegabréf fyrir alla, fara með drenginn í skoðun, fara með liðið og sjálfa mig í klippingu og ég veit ekki hvað og hvað. Greinilega langt síðan ég hef sinnt þessum daglegu móðurstörfum. En þetta hlýtur allt að takast.
En ég er orðin mjög spennt að fara til Færeyja, gaman að sjá loksins hvar tengdaforeldrarnir ólust upp. Við verðum "búsett" í húsi í litlu þorpi sem Sylvía tengdamamma er frá. Ég veit það fyrir víst að þorpið er lítið því að við sendum tvö eða þrjú jólakort þangað ár hvert og á umslagið skrifa ég bara nafn einstaklings, nafn þorpsins og svo Færeyjar. Spurning hvort maður geti verslað í matinn þar.
En þetta verður mikið ævintýri og Lilja Rós hlakkar ekki lítið til að fara í bátinn, hún heldur reyndar að við séum að fara í stóra bátinn til ömmu Sissu en það er bara næsti bær við. Mér fannst líka sniðugt þegar ég sagði henni að við myndum sofa í bátnum að á spurði hún mig hvort við tækjum rúmin með okkur. Ekki furða þó barnið spyrji, hefur aldrei sofið í bát :)

En annað er ekki á dagskránni hér, nema bara að fara að pakka niður..........jú og fara út að borða á föstudaginn, alltaf gaman að því. Ef einhver veit um góðan stað, í ódýrari kantinum þá eru allar hugmyndir vel þegnar.

7 comments:

Anonymous said...

Hlakka til ad sjá ykkur!

Anonymous said...

Hver átti þetta comment spyr ég nú bara, alltaf gaman að vita hver hlakkar til að sjá mann :)

Anonymous said...

Hver átti þetta comment spyr ég nú bara, alltaf gaman að vita hver hlakkar til að sjá mann :)

Anonymous said...

Ég hlakka líka til að sjá þig, en samt ekki fyrr en á laugardagskvöldið, er allavegana búin að gera ráð fyrir þér í afmælis/innflutningspartýið mitt:-) ha ha ha
Kveðja Heiðrún

Anonymous said...

Enn ekki búin að fá pössun, en sjáum til........maður veit aldrei.

Ameríkufari segir fréttir said...

Það er aldeilis-Færeyjar að skella á. Kannski ef þú hefur tíma þá kannski bjallar þú á UPPÁHALDSFRÆNKU þína áður en þú ferð? Skilaðu kveðju og til hamingju með að vera komin í sumarfrí.

Anonymous said...

Hafid thad gott í fríinu ykkar!