Saturday, May 19, 2007

Langaði bara að deila því með ykkur að ég fór út að borða í gærkvöldi á æðislegum stað.
Hann heitir Indian Mango og er á horni Grettisgötu og Frakkastígs, ekki dýr og maturinn frábær, furðulegur á litinn en bragðgóður :)

Hvet alla til að fara þangað og prófa.

Annars er afskaplega róleg helgi framundan, ég er ein heima með grislingana og við reynum að finna okkur eitthvað til dundurs án þess að ganga af göflunum, en allir eru velkomnir í heimsókn, það er kaffi á könnunni og kannski til eitthvað gott með því ;)

3 comments:

Anonymous said...

Indverskur matur er alveg rosalega gódur en eins og thú segir oft skrýtinn á litinn, kemst ekki í kaffi til thín en vid sjáumst nú vonandi í haust!
Hafdu thad gott

Ameríkufari segir fréttir said...

Ég held að ég hafi bara aldrei bragðað indverskan mat-ef svo er þá vissi ég ekki af því.
það var gaman að heyra röddina í þér þrátt fyrir afskaplega stutt samtal. Vonandi verður næsta spjall lengra.
Hafðu það gott, Svanfríður.

Anonymous said...

Ég hef oft hugsað um þennan stað en svo alltaf gleymt honum þegar ég er að finna stað til að fara að borða á. Reyni að muna eftir honum næst.

Kv. Ragnhildur