Tuesday, May 22, 2007

Spenningur

Jæja nú er ég orðin virkilega spennt fyrir Færeyjaferð, og jú auðvitað líka Egilsstaðaferð.
Hlakka mest til að kynnast fólkinu hans Tomma sem ég hef aldrei hitt þó ég hafi nú verið í þessari fjölskyldu í rúmlega 11 ár.
Er búin að komast að því að það búa 81 í þorpinu sem við verðum í, það heitir Húsavík og er víst þorpið sem pabbi Tomma ólst upp í, ekki mamma hans eins og ég sagði um daginn. Eins ætlum við líka að gista 2 nætur í þorpi sem heitir Hvalba og er á annarri eyju en Húsavík en þar býr stjúpbróðir Sylvíu, svo eru það vonandi 4 nætur í "stórborginni" Þórshöfn :)

Ég flýg austur með börnin á fimmtudaginn og býst ekki við að blogga aftur fyrr en við komum heim aftur sem verður í lok júní, en kannski "finn" ég tölvu og skrifa nokkur orð.

8 comments:

Anonymous said...

Hæ frænka, leiðinlegt að sjá þig ekki á laugardaginn... Ég segi bara góða ferð og spurning um að skipuleggja hitting í júní?? Krakkarnir fara að vísu 20. júní og koma ekki aftur fyrr en í lok júlí þannig að.... Við getum kanski haft frænkuhitting án barna fyrst.. ha ha ha

Anonymous said...

p.s ég gleymdi auðvitað að kveðja áðan en sú sem skrifaði fyrra innleggið er engin önnur en frænka þín hún Heiðrún Björns.... ha ha ha

Anonymous said...

Skemmtið ykkur vel á báðum stöðum. Hlakka til að heyra ferðasöguna þegar þið komið heim.

Kv. Ragnhildur

Anonymous said...

Skemmtið ykkur vel í ferðinni ;) kveðja Sjabba og Kristín Vigdís

Anonymous said...

Góða ferð :) Hef lengi langað að koma til Færeyja - minn kall á einmitt líka ættingja þarna. Njótið ykkar á flakkinu.
Harpa

Rík og glæsileg? said...

Góða ferð og njótiði lífsins!
kv. Heiðdís

Ameríkufari segir fréttir said...

Góða ferð og skemmtun og njótið friðarins sem mér finnst umlykja Færeyjar. Hlakka til að heyra frá þér, svanfríður.

Anonymous said...

hæ hæ

Vona að þið hafið það gott í fríinu

Kveðja Daðey