Jæja þar kom að því að maður brann til kaldra kola. Sat örlítið of lengi í sólinni í dag og roðnaði nokkuð vel, en það jafnar sig og þá fær maður kannski á sig brúnan lit, hver veit.
En við erum komin aftur til Reykjavíkur eftir mjög góða ferð, og á döfinni er að minnsta kosti heimsókn á Akranes í einn eða tvo daga, heimsókn á Blönduós í 2-4 daga og svo fæ ég hálfbarnlausa hálfa helgi bráðum. Og vonandi getum við skellt okkur í eina góða útilegu í júlímánuði en það verður annars bara að koma í ljós.
Svo erum við hjónaleysin að fara að sigla saman á kajak hvað á hverju, það á bara eftir að kaupa galla handa mér og fá mig í blessaðan bátinn, það gæti tekið sinn tíma.
Annars hef ég nú ósköp lítið að segja núna, er ekki mikið fyrir einhverjar pælingar hér á netinu, hef þær bara í litla höfðinu mínu ;)
Ef einhvern langar á kaffihús eitthvert kvöldið, endilega bjalla í mig er til í allt (næstum allt) og barnapían er í fríi í vinnunni frá og með morgundeginum.....
2 comments:
Halló fraenka,
Gaman ad kíkja á ykkur hafid thad sem best.
//Ellen
Sælar, spurning um að þú komir bara í heimsókn til mín eitthvert kvöldið:-)
Kv. Heiðrún
Post a Comment