Wednesday, April 16, 2008

Jæja þá er sonurinn lagstur enn eina ferðina í vetur, ég bara skil ekki hvað er í gangi með þetta barn. Ég er sem sagt heima í dag, en kemst aftur í prófalestur á morgun því að Tommi ætlar að vera með hann heima á morgun og á föstudaginn ef þarf.

Annars er allt gott að frétta af okkur, fyrsta prófið hjá mér er næstkomandi mánudag og það er munnlegt og lifi ég það ekki af þá munuð þið væntanlega frétta fljótlega af því ;) (má reyndar tala íslensku í prófinu, sem betur fer því að annars færi ég ekki í það)

Svo styttist í þrítugsafmæli hjá stóru systur og svo Spánarferð strax á eftir, nóg að hlakka til :)

5 comments:

Álfheiður said...

Ohhh, ég hlakka svo til þrítugsafmælisins :o)

Anonymous said...

bíddu var hún ekki tvítug?? ;)

Anonymous said...

Halló! Hvaða stóra systir þín er að verða þrítug???? Elskan mín, þær eru löngu orðnar þrítugar. Þú verður að byrja að telja aftur.

Anonymous said...

ha ha ha flott thessi thrítuga stóra systir thín ;)

Ekki gott med sonin en thetta verdur vonandi búid fljótt!

Gangi thér vel í prófunum!

kvedja frá svensku fraenkunni!

Ameríkufari segir fréttir said...

Hæ..er mér óhætt að hafa við þig samband yfir helgina? Hitta þig smá áður en við förum út?
Ef svo er, viltu þá hringja í mig?
Takk,Svanfríður