Monday, April 21, 2008

Púff....

Jæja þá er ein hindrun yfirstigin, ég fór í munnlegt próf í morgun og lifði það af. Stóð mig reyndar ekkert afskaplega vel en einkunn kemur annað hvort á morgun eða hinn og þá veit ég þetta fyrir víst. Kennarinn var með rauð plastglös á borðinu ef við vildum fá vatn að drekka og ég fann þegar leið á prófið að ég varð alltaf líkari glösunum á litinn í framan.....hahaha (er ekki að grínast). Ég held að hún hafi vorkennt mér óskaplega, kannski fæ ég samúðarstig, (nei líklega ekki).
Svo eru verkefnin að koma til baka þessa dagana og einkunnir þar eru stórfínar þó ég segi sjálf frá, að minnsta kosti gleðja þær mitt litla hjarta sem sló óskaplega hratt í morgun í munnlega prófinu.

6 comments:

Anonymous said...

Víst stóðstu þig vel!!
"Franska kindin tók að sér gula ungann", "Guli sófinn fór suður" og hvað var hitt..."sósan slettist á...
Þú rúllaðir þessu upp Védís þó að þú hafi litið út eins og tómatur þegar þú komst út úr stofunni....meira að segja eyrun voru rauð....haha
kv,
Magnea

Anonymous said...

ha ha ha, hefði viljað sjá þig:-) Védís rauðeyra... ha ha ha
Auðvitað rúllar þú þessu upp og þú færð pottþétt samúðarstig frá kennaranum eftir þessi átök. Ég á svo kvíðastillandi handa þér fyrir næsta munnlega passaðu þig bara á því að sofna ekki.... ha haha, maður verður pínu sljór, ja við nánari hugsun kanski ekki mín besta hugmynd....

Ameríkufari segir fréttir said...

Til hamingju með að hafa lokið þessu.
Ég vonandi heyri frá þér eða í þér áður en við förum heim.
Kv.Svanfríður

Védís said...

Fékk einkunn áðan og hún var bara nokk ágæt :)

Álfheiður said...

til hamingju með árangurinn :o)

... þori ekki annað en að commenta

Anonymous said...

ha ha ha frábaer faersla, ég las ad vísu fyrst ad kennarinn hefdi verid med raudvínsglös á bordinu.... hefdi kanski bara verid gaman í prófinu, til hamingju med góda einkunn!!
((Ellen