Tuesday, July 18, 2006

Austur á morgun

Jæja, þá er komið að austurför. Leggjum að stað þegar börnin vakna í fyrramálið, leyfum þeim kannski að borða fyrst og fara í föt. Í fyrsta skipti í langan tíma þá vona ég að þau vakni um sjö ;)
Ætlum að keyra á Egilsstaði í einum rykk en stoppa að sjálfsögðu á Höfn og kíkja á einhverja vandamenn.
Veit ekki hvort ég blogga nokkuð á meðan ég er í sælunni, kemur í ljós.

Með þessum orðum kveð ég í bili og vona að sólin skíni nú á EGS næstu þrjár vikur. Gæti ekki verið meira sama hvernig veðrið í RVK verður, búin að fá nóg af því í bili. Hehehehe.

3 comments:

Anonymous said...

hittumst hressar í Hörgslandi!

Álfheiður said...

Hlakka til að sjá þig ;)
Þín ástkæra systir ... hehe

Ameríkufari segir fréttir said...

góða ferð og skemmtu þér vel á ættarmótinu. Skilaðu svo kveðju til foreldra þinna frá okkur hér.