Thursday, July 13, 2006

Útsala, útsala

Jæja, ég komst heldur betur að því í dag að ég á EKKI að fara á útsölur í barnadeildinni í Next í Kringlunni. Fyrr má nú vera græðgin í barnaföt. Jú drenginn vantaði kannski 2-3 peysur en ég get sagt ykkur að ég fór út með miklu, miklu meira. Og kassakvittunin sem þessu fylgdi var bara nokkuð löng með fimm tölustafa upphæð í lokin. Haldið að maður sé ruglaður. En svona er þetta bara, og auðvitað bætti ég einni tösku við í safnið. Maður verður nú líka að kaupa eitthvað handa sjálfum sér.

6 comments:

Anonymous said...

Útsölur geta verið hættulegar

Anonymous said...

you go girl!!

Ameríkufari segir fréttir said...

Að versla á útsölum getur verið góð skemmtun en stundum bannaðar innan 48 ára..

Anonymous said...

Ùtsölur eru frábaerar.....:)

Álfheiður said...

Verst að missa af þessari útsölu :(

Anonymous said...

Fór á þessa sömu útsölu, var sko mætt á fyrsta degi 08.25 og keypti mér tvo alveg eins kjóla, því maður mátti ekki máta. Svo þegar heim var komið fannst mér þeir ekkert flottir á mér þannig að ég þarf að fara og skila.... Kanski maður kaupi sér eitthvað í staðinn.... he he he - Knús Heiðrún