Saturday, July 08, 2006

Jæja er ekki komin tími á að skrifa eitthvað hér inn.

Nú fer að styttast í Egilsstaðaferð hjá okkur, við stefnum á að leggja af stað ekki seinna en 19.júlí, því það er ættarmót í Jökuldal 21.júlí og þar verður maður að vera.

Tommi og Lilja Rós eru bæði komin í frí, Lilja Rós í fjórar vikur en Tommi bara í eina, en við hljótum að geta gert eitthvað skemmtilegt saman þó það sé stuttur tími. Tommi byrjaði fríið sitt á því að fara í Rafting með nokkrum vinum sínum í dag og það endaði í grilli og einhverju að drekka og hann er ekki komin heim ennþá og ég býst ekki við honum alveg á næstunni.
Ég fór í dag með börnin ásamt Gunnu svilkonu og hennar börnum og systur hennar á Akranes á Írska daga. Þar var ansi kalt og nokkur vindur en það kom ekki að sök. Sum börn fengu andlitsmálningu, önnur pylsu og öll fengu þau candyfloss (nema Jóhann reyndar) og þau voru ánægð. Er það ekki það sem málið snýst um?
Svo fórum við í bílskúrinn hjá mömmu vinkonu minnar sem er að selja glerlistavörur sem hún gerir sjálf. Ég mæli með því að allir fari þangað því þetta var mjög fallegt hjá henni og á frábæru verði og við þrjár gengum allar út hlaðnar glervörum.

Annars er það að frétta af mér að ég er búin að borga skólagjöldin í HÍ fyrir skólaárið 2006-2007, þið verðið bara að þola það að ég ÞARF að tala um þessa skólagöngu mína í nánast hverri færslu, ég er bara svo spennt að byrja að það hálfa væri nóg. Er meira að segja búin að skrá mig á þrjú námskeið í ágúst til að vera betur undirbúin að takast á við þetta í september.

En jæja er þetta ekki orðið nóg í bili, vona að þið hafið nennt að lesa þetta allt saman.

Kveð í bili

4 comments:

Álfheiður said...

Ég nennti að lesa þetta.

Anonymous said...

ég líka:)

Ameríkufari segir fréttir said...

Me three:)

Anonymous said...

Ég hlakka bara til að heyra meira um þína skólagöngu.... kveðja Heiðrún