Tuesday, July 11, 2006

Loksins eitthvað að gera.............

Hæ öllsömul!!
Það er aldeilis búið að vera gaman hjá mér síðustu daga. Fórum í Húsdýragarð og góða heimsókn á sunnudaginn, Töfragarðinn á Stokkseyri með Elfu systur og co í gær og svo fór í Kringluna í dag barnlaus (sem er alltaf gaman), og var svo með góða gesti meiripartinn af deginum.
Mikið voðalega finnst mér gaman að hafa nóg að gera. Búin að fá nóg af þessu aðgerðaleysi síðustu mánuði. Svo er bara næst að þrífa eldhúsinnréttinguna og skipuleggja þar upp á nýtt því meðan ég er fyrir austan með börnin þá ætlar Tommi ásamt bróður sínum að koma uppþvottavélinni okkar fyrir.
Ég á nefnilega uppþvottavél, hún stóð inní stofu fyrstu 5 mánuði ársins og unir sér nú vel í tölvuherberginu. Svona finnst mér gaman að vaska upp

Svo má ég nú ekki gleyma aðalatriðinu, við keyptum okkur tjaldvagn í gær, hann er 26 ára gamall (ég er ekki að grínast gott fólk), og kostaði okkur 40.000 íslenskar krónur. Geri aðrir betur.
Þetta er gamli tjaldvagninn þeirra mömmu og pabba. Elfa og Jói hafa átt hann undanfarin 2 sumur en keyptu sér "nýjan" í fyrradag og seldu okkur þennan.
Gaman að sjá hver í fjölskyldunni kaupir hann á eftir mér ;)

Jæja, nóg í bili. Veðurspáin fyrir morgundaginn er ágæt og ég vona að okkur takist að gera eitthvað skemmtilegt á morgun.

11 comments:

Anonymous said...

sæl vinkona :)

gaman að sjá þig komna hérna í bloggheimana... Til lukku með tilvonandi skólagöngu. Ég er sjálf að byrja í viðskiptafræði í haust, reyndar frá Háskólanum á Akureyri.

kveðja að norðan,
Lena

lena.bloggar.is

Anonymous said...

er thetta sá appelsínuguli??

Védís said...

Hann er brúnn, en mamma og pabbi áttu einu sinni appelsínugult tjald.

Anonymous said...

Heyrðu! Ég kvittaði í gærkveldi en það kom ekki. hvurslags...en manstu þegar við vorum litlar og við vorum í tjaldvagninum fyrir utan Stekkjartröðina. Við lásum Andrésar Andar blöðin og komum okkur í karakter með því að breyta röddinni:) Manstu? Ef ég kem í heimsókn í tjaldvagnin, muntu þá eiga andrés fyrir mig að lesa?

Anonymous said...

Ég á meira að segja sömu blöðin, þannig að við getum endurtekið þetta allt saman.

Anonymous said...

já ég mundi eftir einhveju appelsínugulu í útilegu....;) Hafid thad gott á tjaldvagnaferdalögunum ykkar!

Anonymous said...

Til hamingju með tjaldvagninn :-)

Kv. Ragnhildur

Anonymous said...

Til hamingju með vagninn ,farið varlega á vegunum.Ingibjörg

Anonymous said...

Átti ég bara vagninn á sumrin en góðu reynið að njóta vagnsins. Við gerðum það þó stutt væri.

Anonymous said...

Rosalega er ég klár. Ég gat þetta tölvubjáninn sá arna.

Ameríkufari segir fréttir said...

Já en Elfa-þú verður að skrifa nafnið þitt undir:)