Tuesday, July 25, 2006

Sólbrennd og sæl

Eins og sést á titlinum þá er ég orðin örlítið sólbrennd, enda veðrið búið að vera fínt síðan ég kom fyrir utan fyrsta daginn og þá kvartaði ég hástöfum. Enda þýðir ekkert annað.
En af okkur er allt gott að frétta, ættarmótið var bara gaman. Svo erum við börnin bara búin að hafa það gott hér á Stekkjartröðinni góðu. Lilja Rós og Árni Jökull frændi hennar skelltu sér í heita pottinn hér úti í morgun og voru þar í yfir klukkutíma að ég held.
Bara snilld.
Svo er bara meiri afslöppun næstu daga, Tommi flýgur svo til okkar næsta þriðjudag og aldrei að vita nema við skellum okkur í eina stutta útilegu þá.

Jæja einhver bankar, best að fara til dyra.

5 comments:

Álfheiður said...

Ég veit hver bankaði ...

Anonymous said...

Hver bankaði?? Kveðja Heiðrún forvitna... (er með nokkra undir grun...)

Ameríkufari segir fréttir said...

Ég hefði svo viljað vera á ættarmóti...en heyrðu-hver bankaði?

Anonymous said...

Fyrst þú vilt ekki svara þessu með bankið, ætla ég að koma með aðra hérna: Má ég eiga von á því að sjá ykkur þegar ég kem austur eftir verslunarmannahelgi eða verðið þið farin suður?????
Kveðja Heiðrún frænka

Védís said...

Sá sem bankaði heitir Guðbjartur og er Árnason.
Og Heiðrún, við förum suður um verslunarmannahelgina, Tommi fer að vinna á þriðjudeginum og ég byrja líka á þriðjudaginn.