Monday, August 07, 2006

Ein ég sit og pús(s)la......................

Jæja nú ætla ég að taka sjálfa mig í gegn og taka fyrir sjónvarpsgláp og tölvuhangs á kvöldin, svona fyrir utan einn og einn þátt og smá blogg.
Ég keypti mér púsluspil um daginn og nú ætla ég að einbeita mér að því og eins var ég voða dugleg í krosssaumnum á Egilsstöðum (ef þið trúið mér ekki þá getið þið bara hringt í mömmu) og ætla að reyna að halda honum áfram.
Það sló mig fyrr í sumar að ég var að fylgjast með einum, stundum tveimur og stundum þremur þáttum á kvöldi, mátti ekki missa af neinu. Þetta er auðvitað ekki eðlilegt og svo hékk maður í tölvunni þegar enginn þáttur var. Fyrr má nú vera letin.
Annars er allt gott af okkur að frétta, komum suður í gærkvöldi. Allir ánægðir en þreyttir eftir 10 tíma ferðalag.
Svo byrjar vinna hjá Tomma á morgun og leikskóli hjá Lilju Rós og svo er ótrúlega stutt í að Jóhann byrji hjá dagmömmu. Þetta er allt að vera eðlilegt hjá manni aftur.

6 comments:

Anonymous said...

Gott hjá þér að gera eitthvað annað. Ég styð svona hugmyndir.
Ef maður nennti nú að gera þetta líka!! hehe.

Anonymous said...

já þetta sjónvarpsgláp tekur allan tíma frá manni! sérstaklega þegar maður á að vera að læra...
Mamma er alltaf að reyna að kenna mér krosssaum.. ég er ekki alveg að nenna því.. Kýs frekar tölvuna, en kannski það breytist með árunum;)
En hlakka til að sjá ykkur í Hörgslandi!

Ameríkufari segir fréttir said...

Ég reyndi krossasaum einu sinni en ég gafst upp! Ég var krakki með engan áhuga fyrir handavinnu og klaufsk á svona fínerísvinnu en kannski kemur það einn daginn þó ég kjósi frekar að lesa góða bók en það er alveg rétt sem þú segir með sjónvarpsgláp og tölvu, það er alveg agalegt hvað maður leyfir þessu tvennu að ræna mann tíma. (tókstu eftir hvað þetta var löng málsgrein án PUNKTS?:)

Anonymous said...

Stelpur..........fyrst ég get krossauminn og prjónað þá geta ALLIR það.

Og Heiðdís ég vona að ég sjá þig í Hörgslandi, það kemur í ljós fljótlega hvort við komumst. Maður krossleggur bara putta.

Anonymous said...

þú ert nú ekki alveg konan sem ég sá fyrir mér við að sauma út :) En bara gaman af því að þú skulir prófa og hafa gaman af. Þetta er nefnilega mjög skemmtileg iðja... ég geri mikið af þessu! Næ meir að segja að sameina að horfa á imbann og sauma... geri aðrir betur :)

Annars er bara fínt að frétta héðan af dósinni...

kveðja,
Lena

Anonymous said...

Bara svona svo allir hafi það nú alveg á hreinu þá er ég búin að kunna að sauma út í þó nokkuð mörg ár. Bara svona til að forðast allan misskilning ;)