Tuesday, August 22, 2006

Haust

Ætli það sé strax komið haust? Það er svo haustlegt úti, svo heyri ég vindinn væla þarna fyrir utan gluggann hjá mér og fæ bara hálfgerðan hroll. Ég vona að þetta sé ekki komið til að vera. Annars veit maður aldrei. Samt hlakka ég nú líka til vetrarins, fá smá snjó. Alltaf gaman að fá hann, eruð þið ekki sammála?

Annars er nú ekki mikið að gerast hjá okkur, allt er að komast í fastar skorður fyrir veturinn. Lilja Rós er byrjuð á "stóru" deildinni á leikskólanum og líkar bara vel. Henni finnst hún orðin mjög fullorðin og styttist alltaf í það að hún verði kona, eins og hún segir. Það er nefnilega svo margt sem hún getur gert þegar hún verður kona, þá ætlar hún að skipta á bróður sínum, og þá getur hún matað hann eins og ég geri. (Ég vona nú samt að hann verði nú hættur á bleiu þá og farin að geta borðað sjálfur).
Jóhann er búin að vera hjá dagmömmunni í rúmlega viku núna og það gengur bara mjög vel. Varla hægt að segja að 9 mánaða barni líki vel einhversstaðar, ætli sé ekki réttara að segja að honum virðist líða vel þar.

En ætli sé ekki best að fara aftur í lærdóminn og vona að sólin sé ekki langt í burtu.

4 comments:

Anonymous said...

ekki sammála með snjóinn...

Anonymous said...

ja hann er allavegana ekki efst í huga mér núna....;)

Ameríkufari segir fréttir said...

ég verð að segja það sama með snjóinn-megi hann halda sig sem lengst í burtu.

Anonymous said...

Elsku Védís mín:)
ég vona nú að þetta haust verði bara gott í ár það má koma smá snjór á aðfangadag svo má hann bara fara aftur um miðnætti eða það finnst mér. Jæja heyrumst síðar bið að heilsa öllum svo verð ég í bænum aðra helgina í september ég er að fara á námskeið í Reykjavíkinni voða stuð og læti.